Innlent

Minnsti munur milli kynja á Íslandi

MYND/GVA
Ísland er enn efst á blaði þegar litið er til hvar í veröldinni mestum árangri hefur verið náð við að jafna kynjamuninn ef marka má nýja skýrslu World Economic Forum um kynjamuninn í heiminum. Þetta er fimmta árið í röð sem Ísland lendir í efsta sæti listans og fylgja Finnar og Norðmenn í kjölfarið.

136 þjóðir eru í rannsókninni og litið er til ýmissa þátta, eins og stjórnmálaþáttöku kvenna, efnahagslegs jafnréttis og til þess hvort konur hafi rétt til náms og heilbrigðisþjónustu til jafns við karla. Ef marka má skýrsluna horfir til betri vegar en kynjamunurinn í heiminum virðist fara minnkandi og frá því skýrslan kom fyrst út fyrir átta árum hefur ástandið skánað í áttatíu prósent landanna.

Hér fyrir neðan má sjá frétt BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×