Innlent

Sækist eftir 3. sæti sjálfstæðisflokksins

Samúel Karl Ólason skrifar
Marta Guðjónsdóttir fyrsti varaborgarfulltrúi sækist eftir 3. sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

„Ég legg áherslu á skilvirkar og öruggar samgöngur í borginni og á milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Ég er andvíg því að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður eða fluttur úr Vatnsmýrinni," segir Marta í framboðstilkynningu sinni.

„'Eg hef kennt um árabil við einkarekna og borgarrekna grunnskóla, hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn m.a. sem formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á árunum 2007 til 2010 og var fyrsta konan til að gegna því embætti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×