Innlent

Hætta á urðun úrgangs í Álfsnesi

Valur Grettisson skrifar
Hætt verður að urða lyktsterkan úrgang í Álfsnesi.
Hætt verður að urða lyktsterkan úrgang í Álfsnesi. Fréttablaðið/Stefán
Til stendur að loka Gými, móttöku fyrir lyktsterkan úrgang í Mosfellsbæ, á næstu árum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu undirrita samkomulag þar að lútandi í dag.

Einnig á að reisa gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi sem yrði tekin í notkun á næstu árum.

„Slík verksmiðja mun auðvitað lúta ströngum skilyrðum um mengunarvarnir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Hann segir að leitað verði eftir samstarfi við nærliggjandi svæði um rekstur og nýtingu stöðvarinnar.

Í samkomulaginu, sem verður undirritað í dag, kemur fram að stöðin verði reist sem fjærst þéttbýli í Mosfellsbæ þar sem litlar líkur eru á lyktarmengun.

Þá stendur einnig til að móttökurými stöðvarinnar verði yfirbyggt og lokað með millirými sem er þannig hannað að ekki sé opið beint úr vinnslurými og út til. Þetta á að koma í veg fyrir að lykt úr vinnslurými berist út í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×