Fleiri fréttir Fjórir stórir jakar út af Horni Fjórir stórir borgarísjakar sáust síðdegis í gær út af Horni á Vestfjörðum, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug yfir svæðið í gær. Þeir voru allt upp í 300 metra langir og mjög breiðir. Tveir þeirra að minnsakosti eru á siglingaleið fyrir Horn. 21.8.2013 08:42 Markús kominn upp úr höfninni á Flateyri Mönnum frá Köfunarþjónustu Sigurðar tókst í gær að ná fiskibátnum Markúsi ÍS af botni hafnarinnar á Flateyri, en hann sökk þar um verslunarmannahelgina. 21.8.2013 08:40 Ók yfir tvö lömb og stakk af Ekið var á tvö lömb, sem bæði drápust, á nýja veginum yfir Lyngdalsheiði einhverntímann seint í gærkvöldi og skildi ökumaður hræin af þeim eftir á miðjum veginum. Ökumaður, sem kom þar að um klukkan ellefu í gærkvöldi tilkynnti lögreglunni á Selfossi um málið, og fór hún á vettvang. 21.8.2013 08:01 Tapa á strætisvögnum og vilja yfirdrátt Eyþing, samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, segja tap á almenningsamgöngum á vegum samtakanna. 21.8.2013 08:00 Vilja hækka viðbúnaðarstigið í Fukushima Japanska kjarnorkumálastofnunin vill að viðvörunarstig eitt, sem gefið var út vegna leka í Fukushima kjarnorkuverinu í gær, verði hækkað upp í þrjá en um sjö stiga kvarða er að ræða. Mjög geislavirkt vatn tók að leka úr geymi við verið og út í jarðveginn og nú segja menn að atvikið sé mun alvarlega en talið hafi verið í fyrstu. Hlutabréf í Tepco, orkuveitunni sem rekur verið féllu um þrettán prósent á mörkuðum í nótt vegna málsins. 21.8.2013 07:57 Merkel heimsótti Dachau Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsótti í morgun útrýmingarbúðirnar í Dachau, þar sem Nasistar myrtu um þrjátíu þúsund manns í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta er í fyrsta sinn sem þýskur kanslari heimsækir staðinn. 21.8.2013 07:55 Segja tugi liggja í valnum eftir efnavopnaárás Tugir eru látnir í Sýrlandi eftir efnavopnaárás í Ghouta héraði sem er austur af höfuðborginni Damaskus. Þetta fullyrða uppreisnarmenn í landinu sem segja stjórnvöld að baki árásunum sem sagðar eru hafa verið gerðar snemma í morgun. 21.8.2013 07:52 Þrír teknir úr umferð Ölvaður ökumaður fór mikinn í austurborginni um þrjú leytið í nótt og mældu lögreglumenn bíl hans á 109 kílómetra hraða þegar hann ók yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Þeim tókst að stöðva manninn skömmu síðar og taka hann úr umferð. Tveir aðrir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur. 21.8.2013 07:50 Slasaði sig við að stökkva yfir læk Kona missté sig þegar hún var að stökkva yfir læk í Reykjadal, ofan við Hveragerði í gærkvöldi. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð og voru björgunarsveitarmenn og sjúkrabíll sendir á vettvang. Björgunarmennirnir báru konuna niður í sjúkrabílinn, en eftir aðhlynningu þar um borð, var konan útskrifuð. 21.8.2013 07:47 Surg berst frá raflínum við Vallahverfi Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði segja að í rigningu "surgi“ í raflínum sem liggja fram hjá hverfinu að álverinu í Straumsvík. 21.8.2013 07:45 Sölumaður lífgaði við dreng á bílaplani Sölumaður lífgaði við sjö ára dreng sem hættur var á anda þegar móðir hans kom með hann í Flügger-búðina á Akureyri á mánudag. Áminning um að að endurnýja skyndihjálparkunnáttuna segir Ævar Jónsson. Móðirin hafi veitt honum góð ráð. 21.8.2013 07:30 Fullur á sokkunum að hlaupa fyrir bíla Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um að ofurölvi maður á sokkaleistunum væri að hlaupa fyrir bíla á miðri Ölfusárbrú um hálf tvö leitið í nótt. 21.8.2013 07:29 Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum Hægt er að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur út frá upplýsingum utan úr geimnum. Þegar eru slík gögn nýtt til fiskveiða víða um heim. Hinn tæknivæddi íslenski fiskiskipafloti nýtir slík gögn í sífellt meiri mæli. 21.8.2013 07:00 Óvíst um þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki liggja fyrir hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB). 21.8.2013 07:00 Lögreglumaður fékk nálgunarbann á eltihrelli Karlmaður hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að ofsækja lögreglumann, meðal annars á heimili hans. Ofbeldi eykst og ekki er einsdæmi að lögreglumenn séu ofsóttir, segir formaður Landssambands lögreglumanna 21.8.2013 07:00 Hundurinn Sunny fluttur í Hvíta Húsið Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa nú boðið velkominn í fjölskylduna, hundinn, Sunny. Hundurinn er portúgalskur vatnahundur og eru allir í Hvíta Húsinu í skýjunum með nýjasta meðliminn. Talsmaður Hvíta Hússins sagði á Twitter síðu sinni að þessi tegund henti vel þeim eru með ofnæmi, en dóttir hjónanna, Malia Obama er einmitt með hundaofnæmi. 20.8.2013 09:24 Neyða mat ofan í fanga Óttast er um heilsu nærri 70 fanga í Kaliforníufylki Bandaríkjanna sem allir hafa neitað að borða síðan 8. júlí. 20.8.2013 23:26 Hasselhoff-skiltaþjófur stórslasaði afgreiðslumann Rúmlega 500 skiltum af strandverðinum stolið á undanförnum mánuðum. 20.8.2013 22:39 Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20.8.2013 21:51 ESB viðræðum ekki slitið og óvíst um atkvæðagreiðslu Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi. 20.8.2013 21:45 Krúttleg Panda hittir mömmu sína aftur Óhætt er að segja að panda-húnninn Yuan Zai, sem kom í heiminn fyrir nokkrum vikum í Taipei dýragarðinum í Tævan, sé alveg gríðarlega mikil dúlla. 20.8.2013 21:39 SDG ætlar að beita sér til að tryggja flugvöll í Vatnsmýri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist ætla að beita sér fyrir því að tryggja framtíð flugvallar í Vatnsmýri og gera "það sem þarf,“ til að ná þessu markmiði. Þegar eru hafnar viðræður milli innanríkisráðherra og borgarinnar vegna málsins. Rúmlega 34.000 hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem lagst er gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni. 20.8.2013 21:12 Sótti slasaðan laxveiðimann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan níu í kvöld með laxveiðimann sem slasaðist í Dölunum á Vesturlandi í kvöld. 20.8.2013 21:06 610 kílóa maður fluttur af heimili sínu með lyftara Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, fyrirskipaði flutninginn. 20.8.2013 20:18 Glímir enn við afleiðingar eineltis Ung kona sem varð fyrir einelti í æsku segir það hafa djúpstæð áhrif á þolendur. Nú þegar nýtt skólaár er framundan, hvetur hún foreldra og forráðamenn til að setjast niður með börnum sínum, ræða málin og kenna þeim að standa með sjálfum sér og öðrum. 20.8.2013 19:45 "Halda í gleðina, það skilar alltaf bestum árangri" Menningarnótt fer fram næsta laugardag og verða 360 skráðir viðburðir á dagskránni auk ýmissa annarra uppákoma. Dagskráin var kynnt á eikarbátnum Lunda við Reykjavíkurhöfn í dag og ljóst er að borgarbúar og aðrir gestir eiga von á góðu. 20.8.2013 18:45 "Íslensk hjólhýsahverfi eru slysagildrur" Íslensk hjólhýsahverfi eru slysagildrur og það er tímabært að ræða möguleg úrræði til að bæta úr því. Þetta segir innflytjandi hjólhýsa til margra ára. 20.8.2013 18:45 Unnur Brá kjörin formaður Vestnorræna ráðsins Ársfundur Vestnorræna ráðsins kaus Unni Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, formann ráðsins á 29. ársfundi þess sem haldinn er í Narsarsuaq í Suður-Grænlandi dagana 19. til 20. ágúst. 20.8.2013 18:16 Afhjúpa listaverk á Menningarnótt – Vinstri Grænir enn ósáttir við staðsetningu þess Borgarstjóri mun afhjúpa listaverkið og setja Menningarnótt. Verkið er í eigu Skúla Mogensen. 20.8.2013 17:07 Öryrkjabandalagið skorar á stjórnvöld Nýja reglugerðin byggir að hluta til á breyttri hugmyndafræði, svokallaðri algildri hönnun. Samkvæmt hugmyndafræðinni er þess krafist að við hönnun mannvirkja sé frá upphafi tekið mið af þörfum allra, þar á meðal fatlaðra og þeirra sem búa við skerta hreyfigetu. 20.8.2013 17:04 Jón Steinar segir gríðarlegt álag á Hæstarétti Jón telur að dómarar hafi ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert mál og að það vanti mikið á að Hæstiréttur sé í lagi. Hann segir að reynt hafi verið að leysa vandamálið með því að fjölga dómurum við Hæstarétt. 20.8.2013 15:00 ESB samþykkir aðgerðir gegn Færeyingum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í dag aðgerðir gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra. Aðgerðirnar fela í sér bann á innflutningi á síld og makríl frá Færeyjum og afurðum sem unnar eru úr þessum fisktegundum. 20.8.2013 14:55 Yfirvofandi verkföll hjá Hyundai og Kia Á síðustu 26 árum hefur á 22 þeirra verið boðað til verkfallal í verksmiðjum Hyundai. 20.8.2013 14:30 Boða bjór án timburmanna Hópur ástralskra vísindamanna stærir sig af því að geta dregið verulega úr timburmönnum að lokinni bjórdrykkju. 20.8.2013 14:00 Skora á ráðherra að beita sér af hörku Markaðsstofa Norðurlands segir mikla þörf á markvissum aðgerðum yfirvalda ef sporna á við ólöglegri starfsemi innan ferðaþjónustu. 20.8.2013 13:40 Flugvöllurinn eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa á undanförnum fjórum sólarhringum skrifað undir áskorun þess efnis að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Að óbreyttu skipulagi verður aðeins ein flugbraut eftir í Vatnsmýri eftir þrjú ár. 20.8.2013 13:38 Verða sektaðir fyrir að pissa útfyrir Karlmenn í Shenzen-héraði í Kína þurfa aldeilis að fara að vanda sig á almenningssalernum, en nýjar reglur sem taka gildi í næasta mánuði heimila embættismönnum að sekta þá sem pissa út fyrir. 20.8.2013 13:19 Mercedes sýnir nýjan GLA jeppling í Frankfurt Nú framleiðir Mercedes Benz eina fimm jepplinga/jeppa, en þessi er sá minnsti þeirra. 20.8.2013 12:45 Minni ánægja með sumarveðrið í ár Þeir sem bjuggu í Norðausturkjördæmi voru ánægðastir með veðrið en íbúar Suðvesturkjördæmis minnst ánægðir. 20.8.2013 12:31 Musharraf ákærður í Pakistan Fyrrverandi forseti Pakistans hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu á Benazir Bhutto forsætisráðherra árið 2007. 20.8.2013 11:54 Snjórinn ekki kominn til að vera Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki óeðlilegt að snjórinn geri vart við sig á þessum árstíma. 20.8.2013 11:33 Málamiðlun stjórnarflokka ofar kosningaloforðinu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er ekki einhuga um hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. Þingflokksformaður flokksins og formaður utanríkismálanefndar eru á öndverðum meiði. 20.8.2013 11:19 GM kaupir hlutabréfin til baka af ríkinu Hægt og rólega hefur General Motors eignast aftur hlutabréfin í sjálfu sér samhliða betra gengi. 20.8.2013 11:15 Harry prins hæstánægður með að Íslandsferðin spurðist ekki út Harry og fylgdarlið flaug með Icelandair hingað til lands og fjölmiðlafulltrúi hans skoðaði reglulega íslenska fjölmiðla og var himinlifandi með að koma hans hingað til lands hefði ekki spurst út. 20.8.2013 10:42 Engar reglur um hjólhýsabyggðir Hjólhýsi í hjólhýsabyggðinni í Þjórsárdal eru mörg hver óskoðuð og komin til ára sinna. Breyta á reglum þannig ekki sé hægt að selja gömul hjólhýsi á landinu. Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir hjólhýsabyggðina á gráu svæði. 20.8.2013 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórir stórir jakar út af Horni Fjórir stórir borgarísjakar sáust síðdegis í gær út af Horni á Vestfjörðum, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug yfir svæðið í gær. Þeir voru allt upp í 300 metra langir og mjög breiðir. Tveir þeirra að minnsakosti eru á siglingaleið fyrir Horn. 21.8.2013 08:42
Markús kominn upp úr höfninni á Flateyri Mönnum frá Köfunarþjónustu Sigurðar tókst í gær að ná fiskibátnum Markúsi ÍS af botni hafnarinnar á Flateyri, en hann sökk þar um verslunarmannahelgina. 21.8.2013 08:40
Ók yfir tvö lömb og stakk af Ekið var á tvö lömb, sem bæði drápust, á nýja veginum yfir Lyngdalsheiði einhverntímann seint í gærkvöldi og skildi ökumaður hræin af þeim eftir á miðjum veginum. Ökumaður, sem kom þar að um klukkan ellefu í gærkvöldi tilkynnti lögreglunni á Selfossi um málið, og fór hún á vettvang. 21.8.2013 08:01
Tapa á strætisvögnum og vilja yfirdrátt Eyþing, samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, segja tap á almenningsamgöngum á vegum samtakanna. 21.8.2013 08:00
Vilja hækka viðbúnaðarstigið í Fukushima Japanska kjarnorkumálastofnunin vill að viðvörunarstig eitt, sem gefið var út vegna leka í Fukushima kjarnorkuverinu í gær, verði hækkað upp í þrjá en um sjö stiga kvarða er að ræða. Mjög geislavirkt vatn tók að leka úr geymi við verið og út í jarðveginn og nú segja menn að atvikið sé mun alvarlega en talið hafi verið í fyrstu. Hlutabréf í Tepco, orkuveitunni sem rekur verið féllu um þrettán prósent á mörkuðum í nótt vegna málsins. 21.8.2013 07:57
Merkel heimsótti Dachau Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsótti í morgun útrýmingarbúðirnar í Dachau, þar sem Nasistar myrtu um þrjátíu þúsund manns í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta er í fyrsta sinn sem þýskur kanslari heimsækir staðinn. 21.8.2013 07:55
Segja tugi liggja í valnum eftir efnavopnaárás Tugir eru látnir í Sýrlandi eftir efnavopnaárás í Ghouta héraði sem er austur af höfuðborginni Damaskus. Þetta fullyrða uppreisnarmenn í landinu sem segja stjórnvöld að baki árásunum sem sagðar eru hafa verið gerðar snemma í morgun. 21.8.2013 07:52
Þrír teknir úr umferð Ölvaður ökumaður fór mikinn í austurborginni um þrjú leytið í nótt og mældu lögreglumenn bíl hans á 109 kílómetra hraða þegar hann ók yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Þeim tókst að stöðva manninn skömmu síðar og taka hann úr umferð. Tveir aðrir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur. 21.8.2013 07:50
Slasaði sig við að stökkva yfir læk Kona missté sig þegar hún var að stökkva yfir læk í Reykjadal, ofan við Hveragerði í gærkvöldi. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð og voru björgunarsveitarmenn og sjúkrabíll sendir á vettvang. Björgunarmennirnir báru konuna niður í sjúkrabílinn, en eftir aðhlynningu þar um borð, var konan útskrifuð. 21.8.2013 07:47
Surg berst frá raflínum við Vallahverfi Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði segja að í rigningu "surgi“ í raflínum sem liggja fram hjá hverfinu að álverinu í Straumsvík. 21.8.2013 07:45
Sölumaður lífgaði við dreng á bílaplani Sölumaður lífgaði við sjö ára dreng sem hættur var á anda þegar móðir hans kom með hann í Flügger-búðina á Akureyri á mánudag. Áminning um að að endurnýja skyndihjálparkunnáttuna segir Ævar Jónsson. Móðirin hafi veitt honum góð ráð. 21.8.2013 07:30
Fullur á sokkunum að hlaupa fyrir bíla Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um að ofurölvi maður á sokkaleistunum væri að hlaupa fyrir bíla á miðri Ölfusárbrú um hálf tvö leitið í nótt. 21.8.2013 07:29
Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum Hægt er að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur út frá upplýsingum utan úr geimnum. Þegar eru slík gögn nýtt til fiskveiða víða um heim. Hinn tæknivæddi íslenski fiskiskipafloti nýtir slík gögn í sífellt meiri mæli. 21.8.2013 07:00
Óvíst um þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki liggja fyrir hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB). 21.8.2013 07:00
Lögreglumaður fékk nálgunarbann á eltihrelli Karlmaður hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að ofsækja lögreglumann, meðal annars á heimili hans. Ofbeldi eykst og ekki er einsdæmi að lögreglumenn séu ofsóttir, segir formaður Landssambands lögreglumanna 21.8.2013 07:00
Hundurinn Sunny fluttur í Hvíta Húsið Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa nú boðið velkominn í fjölskylduna, hundinn, Sunny. Hundurinn er portúgalskur vatnahundur og eru allir í Hvíta Húsinu í skýjunum með nýjasta meðliminn. Talsmaður Hvíta Hússins sagði á Twitter síðu sinni að þessi tegund henti vel þeim eru með ofnæmi, en dóttir hjónanna, Malia Obama er einmitt með hundaofnæmi. 20.8.2013 09:24
Neyða mat ofan í fanga Óttast er um heilsu nærri 70 fanga í Kaliforníufylki Bandaríkjanna sem allir hafa neitað að borða síðan 8. júlí. 20.8.2013 23:26
Hasselhoff-skiltaþjófur stórslasaði afgreiðslumann Rúmlega 500 skiltum af strandverðinum stolið á undanförnum mánuðum. 20.8.2013 22:39
Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20.8.2013 21:51
ESB viðræðum ekki slitið og óvíst um atkvæðagreiðslu Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi. 20.8.2013 21:45
Krúttleg Panda hittir mömmu sína aftur Óhætt er að segja að panda-húnninn Yuan Zai, sem kom í heiminn fyrir nokkrum vikum í Taipei dýragarðinum í Tævan, sé alveg gríðarlega mikil dúlla. 20.8.2013 21:39
SDG ætlar að beita sér til að tryggja flugvöll í Vatnsmýri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist ætla að beita sér fyrir því að tryggja framtíð flugvallar í Vatnsmýri og gera "það sem þarf,“ til að ná þessu markmiði. Þegar eru hafnar viðræður milli innanríkisráðherra og borgarinnar vegna málsins. Rúmlega 34.000 hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem lagst er gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni. 20.8.2013 21:12
Sótti slasaðan laxveiðimann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan níu í kvöld með laxveiðimann sem slasaðist í Dölunum á Vesturlandi í kvöld. 20.8.2013 21:06
610 kílóa maður fluttur af heimili sínu með lyftara Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, fyrirskipaði flutninginn. 20.8.2013 20:18
Glímir enn við afleiðingar eineltis Ung kona sem varð fyrir einelti í æsku segir það hafa djúpstæð áhrif á þolendur. Nú þegar nýtt skólaár er framundan, hvetur hún foreldra og forráðamenn til að setjast niður með börnum sínum, ræða málin og kenna þeim að standa með sjálfum sér og öðrum. 20.8.2013 19:45
"Halda í gleðina, það skilar alltaf bestum árangri" Menningarnótt fer fram næsta laugardag og verða 360 skráðir viðburðir á dagskránni auk ýmissa annarra uppákoma. Dagskráin var kynnt á eikarbátnum Lunda við Reykjavíkurhöfn í dag og ljóst er að borgarbúar og aðrir gestir eiga von á góðu. 20.8.2013 18:45
"Íslensk hjólhýsahverfi eru slysagildrur" Íslensk hjólhýsahverfi eru slysagildrur og það er tímabært að ræða möguleg úrræði til að bæta úr því. Þetta segir innflytjandi hjólhýsa til margra ára. 20.8.2013 18:45
Unnur Brá kjörin formaður Vestnorræna ráðsins Ársfundur Vestnorræna ráðsins kaus Unni Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, formann ráðsins á 29. ársfundi þess sem haldinn er í Narsarsuaq í Suður-Grænlandi dagana 19. til 20. ágúst. 20.8.2013 18:16
Afhjúpa listaverk á Menningarnótt – Vinstri Grænir enn ósáttir við staðsetningu þess Borgarstjóri mun afhjúpa listaverkið og setja Menningarnótt. Verkið er í eigu Skúla Mogensen. 20.8.2013 17:07
Öryrkjabandalagið skorar á stjórnvöld Nýja reglugerðin byggir að hluta til á breyttri hugmyndafræði, svokallaðri algildri hönnun. Samkvæmt hugmyndafræðinni er þess krafist að við hönnun mannvirkja sé frá upphafi tekið mið af þörfum allra, þar á meðal fatlaðra og þeirra sem búa við skerta hreyfigetu. 20.8.2013 17:04
Jón Steinar segir gríðarlegt álag á Hæstarétti Jón telur að dómarar hafi ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert mál og að það vanti mikið á að Hæstiréttur sé í lagi. Hann segir að reynt hafi verið að leysa vandamálið með því að fjölga dómurum við Hæstarétt. 20.8.2013 15:00
ESB samþykkir aðgerðir gegn Færeyingum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í dag aðgerðir gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra. Aðgerðirnar fela í sér bann á innflutningi á síld og makríl frá Færeyjum og afurðum sem unnar eru úr þessum fisktegundum. 20.8.2013 14:55
Yfirvofandi verkföll hjá Hyundai og Kia Á síðustu 26 árum hefur á 22 þeirra verið boðað til verkfallal í verksmiðjum Hyundai. 20.8.2013 14:30
Boða bjór án timburmanna Hópur ástralskra vísindamanna stærir sig af því að geta dregið verulega úr timburmönnum að lokinni bjórdrykkju. 20.8.2013 14:00
Skora á ráðherra að beita sér af hörku Markaðsstofa Norðurlands segir mikla þörf á markvissum aðgerðum yfirvalda ef sporna á við ólöglegri starfsemi innan ferðaþjónustu. 20.8.2013 13:40
Flugvöllurinn eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa á undanförnum fjórum sólarhringum skrifað undir áskorun þess efnis að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Að óbreyttu skipulagi verður aðeins ein flugbraut eftir í Vatnsmýri eftir þrjú ár. 20.8.2013 13:38
Verða sektaðir fyrir að pissa útfyrir Karlmenn í Shenzen-héraði í Kína þurfa aldeilis að fara að vanda sig á almenningssalernum, en nýjar reglur sem taka gildi í næasta mánuði heimila embættismönnum að sekta þá sem pissa út fyrir. 20.8.2013 13:19
Mercedes sýnir nýjan GLA jeppling í Frankfurt Nú framleiðir Mercedes Benz eina fimm jepplinga/jeppa, en þessi er sá minnsti þeirra. 20.8.2013 12:45
Minni ánægja með sumarveðrið í ár Þeir sem bjuggu í Norðausturkjördæmi voru ánægðastir með veðrið en íbúar Suðvesturkjördæmis minnst ánægðir. 20.8.2013 12:31
Musharraf ákærður í Pakistan Fyrrverandi forseti Pakistans hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu á Benazir Bhutto forsætisráðherra árið 2007. 20.8.2013 11:54
Snjórinn ekki kominn til að vera Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki óeðlilegt að snjórinn geri vart við sig á þessum árstíma. 20.8.2013 11:33
Málamiðlun stjórnarflokka ofar kosningaloforðinu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er ekki einhuga um hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. Þingflokksformaður flokksins og formaður utanríkismálanefndar eru á öndverðum meiði. 20.8.2013 11:19
GM kaupir hlutabréfin til baka af ríkinu Hægt og rólega hefur General Motors eignast aftur hlutabréfin í sjálfu sér samhliða betra gengi. 20.8.2013 11:15
Harry prins hæstánægður með að Íslandsferðin spurðist ekki út Harry og fylgdarlið flaug með Icelandair hingað til lands og fjölmiðlafulltrúi hans skoðaði reglulega íslenska fjölmiðla og var himinlifandi með að koma hans hingað til lands hefði ekki spurst út. 20.8.2013 10:42
Engar reglur um hjólhýsabyggðir Hjólhýsi í hjólhýsabyggðinni í Þjórsárdal eru mörg hver óskoðuð og komin til ára sinna. Breyta á reglum þannig ekki sé hægt að selja gömul hjólhýsi á landinu. Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir hjólhýsabyggðina á gráu svæði. 20.8.2013 10:30