Fleiri fréttir

Andlegur leiðtogi Bræðralagsins handtekinn í Kaíró

Andlegur leiðtogi Múslímska Bræðralagsins í Egyptalandi var handtekinn í nótt. Leiðtoginn, Mohammed Badie var tekinn höndum í íbúð í höfuðborginni Kaíró en fleiri hundruð meðlimir í bræðralaginu hafa verið handteknir síðustu daga.

Sautján ára á 140 kílómetra hraða

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær ökumann á Suðurlandsvegi, rétt fyrir austan bæinn, eftir að bíll hans hafði mælst á liðlega 140 kílómetra hraða. Hann er aðeins 17 ára með þriggja mánaða gamalt bílpróf. Hann fær þrjá punkta í ökuferilsskránna, fjársekt og töf verður á því að hann fái fullgilt ökuréttindi.

Lögregla elti innbrotsþjófa

Lögreglu var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í austur borginn laust fyrir klukkan fjögur í nótt og hélt þegar á vettvang. Sást þá til þriggja manna sem óku á brott á miklum hraða og yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.

Gæsaveiðin hafin

Gæsaveiðitíminn hófst á miðnætti og voru einhverjir veiðimenn þá þegar komnir á slóð gæsanna á heiðum uppi, en hún kemur yfirleitt ekki fyrr en í september niður á láglendið. Engar fregnir hafa enn borist af veiðum, en talið er að heiðargæsastofninn telji 360 þúsund fugla, og hefur líklega alrei verið stærri.

Snjór á Norður- og Austurlandi

Haustið fór að minna á sig á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Traðarhyrnan fyrir ofan Bolungarvík gránaði til dæmis í gærkvöldi og sömuleiðis gránaði í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.

Gagnrýnir að Vogur greini ekki frá barnaverndarmálum

Sjúkrahúsið Vogur tilkynnir örsjaldan grun um vanrækslu barna til barnaverndarnefndar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa tilkynningaskyldu lögum samkvæmt. "Við erum hreinlega að hugsa um annað,“ segir yfirlæknir.

Borðaði heila og hjarta fjölskylduvinar

Alex Kinyua, tuttugu og tveggja ára gamall bandarískur ríkisborgari, var í dag sakfelldur fyrir að hafa myrt fjölskylduvin og lagt heila og hjarta hans til munns.

Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu.

Vonast til framkvæmdir við Gálgahraun verði stöðvaðar

Skúli segir að því sé afar ólíklegt að Vegagerðin hefði skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart verktaka fyrir undirritun samningsins. Í þessu máli sé miklu frekar eins og að Vegagerðin sé að reyna að skapa sér skaðabótaskyldu og pressa á að framkvæmdir hefjist.

Fer á Evrópumeistaramótið í súlufimi

Ásta Kristín Marteinsdóttir hefur aðeins stundað súlufimi í rúmt ár en er engu að síður á leiðinni á Evrópumeistaramót sem haldið verður í Prag í næsta mánuði. Hún hefur fundið fyrir fordómum gagnvart íþróttinni en þegar fólk sér hana á súlunni, snýst því oftast hugur.

"Það bjargaði lífi sonar míns hvað flugvöllurinn var nálægt"

Aðgengi að bestu læknisþjónustunni verður að vera gott fyrir alla landsmenn. Þetta segir faðir drengs sem ekki væri á lífi ef lengra væri á milli Reykjavíkurflugvallar og Landspítalans. Hann segir hugmyndir um flutning flugvallarins vanhugsaðar.

Hættulegar afleiðingar höfuðhögga

Afleiðingarnar geta verið heilabólga eða í versta falli dauði. "Þetta stórhættulega seinna högg getur komið fram nokkrum dögum eða vikum eftir fyrra höfuðhöggið, það á sér í raun engin tímamörk,“ segir Jón Benjamín.

Tröppurnar orðnar 527

Í sumar hefur verið unnið að gerð nýs tröppustígs upp með Skógafossi.

Stuðningur við ríkisstjórnina undir 50 prósent

Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn undir fimmtíu prósent samkvæmt nýrri könnun MMR, mælist nú 49,3 prósent en var 54, 8 prósent í síðustu könnun MMR og hefur því minkað um 5,5 prósentustig.

Nafn konunnar sem lést

Konan sem lést í bruna í hjólhýsi í Þjórsárdal aðfaranótt laugardags hét Ragnheiður Sigurbjörg Árnadóttir.

Ástsjúkur gíslatökumaður í Ingolstadt

Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur hætt við að koma fram á kosningafundi í þýsku borginni Ingolstad en í morgun réðst vopnaður maður inn í ráðhús borgarinnar og tók þar gísla. Í fyrstu voru þrír í haldi en maðurinn hefur nú sleppt tveimur þeirra.

Reiknilíkan ráðuneytis ekki uppfært nægilega oft

Velferðarráðuneytinu hefur verið bent á að það þurfi að tryggja betur að útreikningar reiknilíkans sem notað er til að áætla fjárþörf heilbrigðisstofnana byggi ávallt á réttum upplýsingum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt hefur verið.

Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum

"Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“

Segir Múbarak sleppa innan tveggja daga

Hosní Múbarak, fyrrverandi forseti Egyptalands sem var steypt af stóli í uppreisn árið 2011, verður látinn laus innan tveggja daga að sögn lögfræðings hans.

Nýr Audi A8

Fjórða kynslóð bílsins verður sýnd almenningi á bílasýningunni í Frankfürt eftir 3 vikur.

Ítrekað brotist inn í húsið við Hverfisgötu

Ítrekað hefur verið brotist inn í húsið við Hverfisgötu 32 síðustu mánuði en eldur kom þar upp í gær og varð húsið alelda. Talið er víst að kveikt hafi verið í enda er ekkert rafmagn tengt í húsið.

Braust inn á Facebooksíðu Zuckerberg

Á vegg Mark Zuckerberg skildi hann eftir skilaboð þar sem hann byrjaði á að biðjast afsökunar á því að brjóta friðhelgi síðu Zuckerberg. Khalil sagði jafnframt að hann hefði ekki átt neitt val eftir að Facebook hafði hunsað aðvaranir hans. Að lokum útskýrði hann gallann og gaf upp hlekki til að sanna mál sitt.

25 lögreglumenn drepnir í Egyptalandi

Hópur vígamanna myrtu 25 egypska lögreglumenn á frívakt á norðanverðum Sínaí-skaga í morgun. Lögreglumennirnir voru á ferð í tveimur sendibílum.

Norskur málaliði lést í Kongó

Norskur málalið Þjóstólfur Moland, sem setið hefur í fangelsi í Kongó frá árinu 2009 lést í fangaklefa sínum í gær. Moland og hinn bresk-norski félagi hans Joshua French, voru handteknir í landinu og dæmdir til dauða fyrir að myrða bílstjóra sinn.

Pistorius aftur fyrir rétti

Suður Afríski hlauparinn Oscar Pistorius sem grunaður er um að hafa myrt sambýliskonu sína mætti fyrir rétt í Pretoríu í morgun. Búist er við að saksóknari leggi fram ákæru á hendur honum um morð að yfirlögðu ráði.

Fáir bátar á sjó

Fáir strandveiðibátar fóru á sjó í morgun enda víða spáð brælu á miðunum. Nú má aðeins veiða á tveimur svæ ðum af fjórum, það eru austur og suðursvæðin, því ágústkvótinn er búinn á hinum svæðunum. Þar er strandveiðum því lokið í ár því strandveiðitímabilinu lýkur um næstu mánaðamót.

Talið víst að kveikt hafi verið í á Hverfisgötunni

Talið er víst að kveikt hafi verið í yfirgefnu og mannlausu húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi, enda er ekkert rafmagn tengt í húsið. Öllu tiltæku slökkviliði á höfuðborgarsvæðinu var stefnt á vettvang upp úr klukkan tíu, og logaði töluverður eldur í húsinu þegar það kom.

Óvenju góð laxveiði við Ísafjarðardjúp

Óvenju góð laxveiði hefur verið í ánum við Ísafjarðardjúp í sumar, eins og víðar á landinu. Þannig greinir BB.is frá því að erlendir veiðimenn, sem nýverið voru við veiðar í Hvannadalsá og Langadalsá hafi veitt 67 laxa í hollinu og hafi þeir verið mjög ánægðir með túrinn.

Hjól brotnaði undan bíl í Ártúnsbrekku

Betur fór en á horfðist þegar hjól losnaði, eða brotnaði undan bíl þegar honum var ekið í Ártúnsbrekku um ellefu leytið í gærkvöldi. Bíllinn rann út í kant og stöðvaðist þar og hjólið rann ekki á neinn bíl, áður en það féll og nam staðar. Þá var bíl ekið utan í annan bíl í moðborginni upp úr klukkan eitt og stakk tjónvaldurinn af. Vitni voru að atvikinu þannig að vitað er hver hann er, og mun lögregla hafa uppi á honum í dag.

Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra.

Heimilisgæsin fer í hundabúri í verslunarferðir

Fjölskyldu tókst að klekja út gæsarunga í baðskáp. Gæsin hefur sett svip sinn á fjölskyldulífið. Hún verður að koma með í verslunarferðir því hún unir ekki ein. Vonast húsmóðirin til þess að gæsin fari með sínum líkum til vetrarstöðva.

Telur Sjálfstæðismenn vilja spyrja þjóðina

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að forysta flokksins vilji að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra hafnar þeirri leið.

Sjá næstu 50 fréttir