Innlent

Fjórir stórir jakar út af Horni

Fjórir stórir borgarísjakar sáust síðdegis í gær út af Horni á Vestfjörðum, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug yfir svæðið í gær. Þeir voru allt upp í 300 metra langir og mjög breiðir. Tveir þeirra að minnsakosti eru á siglingaleið fyrir Horn.

Einn þeirra er aðeins sjö mílur frá landi. Þeir sjást misvel í ratsjám og eru sjófarendur varaðir við þeim. Stýrimaður á frystitogara, sem fréttastofan ræddi við í morgun, sagði til dæmis að gríðar stór jaki, sem hann sigldi framhjá í fyrradag, hafi sést illa á ratsjánni, sennilega vegna þess að hann var nánast flatur að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×