Innlent

Tapa á strætisvögnum og vilja yfirdrátt

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarráð Norðurþings frestaði afgreiðslu yfirdráttarbeiðni vegna almenningssamgagna.
Bæjarráð Norðurþings frestaði afgreiðslu yfirdráttarbeiðni vegna almenningssamgagna. Fréttablaðið/Vilhelm
Eyþing, samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, segja tap á almenningsamgöngum á vegum samtakanna.

Af þessum sökum óskar Eyþing eftir því sveitarfélögin samþykki að samtökin fái 10 milljóna króna yfirdrátt þar til tapið verði brúað.

Bæjarráð Norðurþings ákvað að fresta afgreiðslu málsins fyrir sitt leyti þar til svör frá innanríkisráðuneytinu vegna hallarekstursins liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×