Innlent

Snjórinn ekki kominn til að vera

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hafþór Gunnarsson tók þessa mynd af Traðarhyrnu í gær.
Hafþór Gunnarsson tók þessa mynd af Traðarhyrnu í gær. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON
Íbúum á norðanverðu landinu og á Vestfjörðum brá mörgum í gærkvöldi þegar gránaði meðal annars í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar og í Traðarhyrnu fyrir ofan Bolungarvík. Hafþór Gunnarsson fréttaritari 365 í Bolungarvík segir snjóinn enn vera vel sýnilegan í fjöllum.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki óeðlilegt að snjórinn geri vart við sig með þessum hætti á þessum árstíma. 

„Ég er ekki með borðliggjandi tölfræði yfir þetta en mér finnst nú alveg að það hafi gránað í fjöllum á þessum árstíma og jafnvel í júlí. En nú á að hlýna aftur og ég á ekki vona á því að þessi snjór sé kominn til að vera. Það sækir að hlýtt loft úr suðri strax í kvöld og á morgun og hitinn gæti farið upp í 20 stig á Norðausturlandi á miðvikudag og fimmtudag.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×