Innlent

Sótti slasaðan laxveiðimann

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan níu í kvöld með laxveiðimann sem slasaðist í Dölunum á Vesturlandi í kvöld.

Að sögn Gæslunnar var þyrlan í eftirlitsflugi þegar beiðnin frá Neyðarlínunni barst og því var ákveðið að fljúga með manninn til borgarinnar.

Ekki er vitað um meiðsl veiðimannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×