Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum Svavar Hávarðsson skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Fjarkönnunargögn úr gervitunglum eru notuð til að spá fyrir um göngur makrílsins. Mynd/samsett Mögulegt er að nota gögn frá gervitunglum til að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur. Reyndar hafa menn nú þegar tekið að nýta upplýsingar frá gervitunglum til fiskveiða víða um heim. Þetta sýnir rannsókn Kristínar Ágústsdóttur, starfsmanns Náttúrustofu Austurlands og Marsýnar, sem í Neskaupstað í gærkvöldi kynnti rannsóknarverkefni sitt um tengsl milli veiðistaða makríls á Íslandsmiðum og fjarkönnunargagna frá gervitunglum í Kreml. Verkefnið var styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. „Ég kannaði tengslin á milli veiðistaða makríls hér við land árin 2007 til 2012 í þessu samhengi. Markmiðið var að afla upplýsinga fyrir mögulegar fiskiveiðispár, sem geta stuðlað að minni orkunotkun fiskiskipa. Tilgátan var sú að fjarkönnunargögn úr gervitunglum séu uppspretta gagnlegra upplýsinga til að ákvarða vænlegar fiskislóðir á Íslandsmiðum,“ segir Kristín. Kristín segir að í einfaldaðri mynd hafi hún kannað upplýsingar frá gervitunglum um yfirborðshita sjávar, magn blaðgrænu, tærleika sjávar og einnig meðaltal ljóstillífunargeislunar, sem var sú einstaka breyta sem skýrði best makrílveiðar. Sóttar voru upplýsingar fyrir allar staðsetningar veiðistaða makríls með flotvörpu í gagnagrunni Fiskistofu og þær bornar saman við gildi fyrir veiðistaði þar sem ekki veiddist makríll á sömu svæðum og á sömu tímabilum. Kristín segir að gervitunglabreyturnar bættu marktækt módel til að skýra staðsetningu makrílveiðistaða. „Makrílveiðar voru árangursríkastar við hitastig frá 7,5 til 13 gráða sjávarhita, þar sem styrkur sólarljóss var mikill og þar sem magn blaðgrænu var í meðallagi. Tærleiki sjávar virðist líka skipta máli. Þessar niðurstöður gefa til kynna að makríll sem veiddur er á Íslandsmiðum sé háðari sjón við fæðuöflun en hingað til hefur verið álitið.“ Kristín bætir við að þegar nýti sjómenn við Íslandsstrendur gögn sem þessi og að það sé víðar gert við fiskveiðar. „Það má nefna að svona gögn eru t.d. notuð við túnfiskveiðar við Indland, með eftirtektarverðum árangri,“ segir Kristín. „Gervitunglagögn eru nú þegar notuð um borð í íslenskum uppsjávarveiðiskipum en það hefur ekki verið tekið saman með skipulögðum hætti hvaða upplýsingar nýtast best fyrir ákveðnar fisktegundir. Þar ræður persónuleg skoðun og reynsla hvers sjómanns hvað honum nýtist best.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Mögulegt er að nota gögn frá gervitunglum til að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur. Reyndar hafa menn nú þegar tekið að nýta upplýsingar frá gervitunglum til fiskveiða víða um heim. Þetta sýnir rannsókn Kristínar Ágústsdóttur, starfsmanns Náttúrustofu Austurlands og Marsýnar, sem í Neskaupstað í gærkvöldi kynnti rannsóknarverkefni sitt um tengsl milli veiðistaða makríls á Íslandsmiðum og fjarkönnunargagna frá gervitunglum í Kreml. Verkefnið var styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. „Ég kannaði tengslin á milli veiðistaða makríls hér við land árin 2007 til 2012 í þessu samhengi. Markmiðið var að afla upplýsinga fyrir mögulegar fiskiveiðispár, sem geta stuðlað að minni orkunotkun fiskiskipa. Tilgátan var sú að fjarkönnunargögn úr gervitunglum séu uppspretta gagnlegra upplýsinga til að ákvarða vænlegar fiskislóðir á Íslandsmiðum,“ segir Kristín. Kristín segir að í einfaldaðri mynd hafi hún kannað upplýsingar frá gervitunglum um yfirborðshita sjávar, magn blaðgrænu, tærleika sjávar og einnig meðaltal ljóstillífunargeislunar, sem var sú einstaka breyta sem skýrði best makrílveiðar. Sóttar voru upplýsingar fyrir allar staðsetningar veiðistaða makríls með flotvörpu í gagnagrunni Fiskistofu og þær bornar saman við gildi fyrir veiðistaði þar sem ekki veiddist makríll á sömu svæðum og á sömu tímabilum. Kristín segir að gervitunglabreyturnar bættu marktækt módel til að skýra staðsetningu makrílveiðistaða. „Makrílveiðar voru árangursríkastar við hitastig frá 7,5 til 13 gráða sjávarhita, þar sem styrkur sólarljóss var mikill og þar sem magn blaðgrænu var í meðallagi. Tærleiki sjávar virðist líka skipta máli. Þessar niðurstöður gefa til kynna að makríll sem veiddur er á Íslandsmiðum sé háðari sjón við fæðuöflun en hingað til hefur verið álitið.“ Kristín bætir við að þegar nýti sjómenn við Íslandsstrendur gögn sem þessi og að það sé víðar gert við fiskveiðar. „Það má nefna að svona gögn eru t.d. notuð við túnfiskveiðar við Indland, með eftirtektarverðum árangri,“ segir Kristín. „Gervitunglagögn eru nú þegar notuð um borð í íslenskum uppsjávarveiðiskipum en það hefur ekki verið tekið saman með skipulögðum hætti hvaða upplýsingar nýtast best fyrir ákveðnar fisktegundir. Þar ræður persónuleg skoðun og reynsla hvers sjómanns hvað honum nýtist best.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira