Innlent

Minni ánægja með sumarveðrið í ár

Haraldur Guðmundsson skrifar
44,9% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera frekar eða mjög ánægð með veðrið á landinu í sumar.
44,9% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera frekar eða mjög ánægð með veðrið á landinu í sumar.
Íslendingar eru ekki jafn ánægðir með veðrið á landinu í sumar og í fyrra samkvæmt nýrri könnun MMR á ánægju Íslendinga með lífið og tilveruna. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 9. til 14. ágúst þar sem heildarfjöldi svarenda var 914 einstaklingar, 18 ára og eldri. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,9% vera frekar eða mjög ánægð með veðrið á landinu í sumar, samanborið við 96,3% í fyrra.

Í könnuninni kemur fram að þeir sem bjuggu í Norðausturkjördæmi voru ánægðastir með veðrið en íbúar Suðvesturkjördæmis minnst ánægðir. Á heimasíðu MMR segir að af þeim sem tóku afstöðu hafi 86,6% þeirra sem búsett voru í Norðausturkjördæmi verið ánægð með veðrið en einungis 28,4% þeirra sem búsett voru í Suðvesturkjördæmi.

„Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með, vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 90,6% ánægð með nágranna sína, borið saman við 91,7% í september 2012 og 89,5% sögðust ánægð með vinnuna sína, borið saman við 90,3% í september 2012. Breytingarnar, frá fyrri könnunum MMR í september 2012, eru því ekki miklar,“ segir á heimasíðu MMR. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×