Innlent

Slasaði sig við að stökkva yfir læk

Kona missté sig þegar hún var að stökkva yfir læk í Reykjadal, ofan við Hveragerði í gærkvöldi. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð og voru björgunarsveitarmenn og sjúkrabíll sendir á vettvang. Björgunarmennirnir báru konuna niður í sjúkrabílinn, en eftir aðhlynningu þar um borð, var konan útskrifuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×