Fleiri fréttir

Fornfálegur vopnabúnaður Kúbu

Tollverðir í Panama fundu vopn og vopnabúnað í skipi frá Norður-Kóreu, sem var að sigla um Panamaskurð - en Kúbverjar segjast eiga vopnin.

Drullusvað á leiksvæði óboðlegt börnum

Íbúar í Grafarholti eru ósáttir vegna leiksvæðis við frístundaheimilið Stjörnuland sem þeir segja orðið að drullusvaði. Þeir vilja að borgin efni loforð um betrumbætur. "Sérstakar aðstæður,“ segir formaður borgarráðs, enda sé svæðið á einkalóð.

Stefna stúdenta kom Illuga á óvart

Stefna Stúdentaráðs á hendur ríkisins og Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins verður þingfest á morgun.

Naglarnir á Litla-Hrauni pökkuðu inn nöglum

Fjáröflun fyrir nýjum línuhraðli til handa Landspítalanum hófst um síðustu helgi. Línuhraðlar eru sá tækjabúnaður sem notaður er við geislameðferð krabbameinssjúklinga.

Lögreglumaður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot

Lögreglumál Ríkissaksóknari hefur lokið rannsókn á máli lögreglumanns á Fáskrúðsfirði sem kærður var fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. Málið var látið niður falla þar sem það sem fram var komið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellingar.

Látnir svara fyrir óráðsíu

Illugi Gunnarsson, starfandi fjármálaráðherra, segist taka undir með Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, um að ráðherrar skuli krafðir svara þegar stofnanir undir ráðuneyti þeirra fari fram úr fjárheimildum.

Tók of stóran skammt af heróíni

Cory Monteith, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Glee, lést eftir að hafa tekið of mikið af heróíni og drukkið áfengi í óhóflegu magni.

Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum.

Nota snigla til að hreinsa andlitið

Japönsk snyrtistofa býður nú upp á nýja aðferð sem á að hjálpa konum að losna við dautt skinn og hreinsa svitaholur. Aðferðin felst í því að sniglar eru settir á andlit fólks og þar sem þeir fá að skríða frjálsir um.

Sigmundur Davíð segir deiluna sýna mikilvægi þess að verja fullveldið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við.

Fylgdust með Vikernes um nokkurt skeið

Yfirvöld í Frakklandi hafa staðfest við norsku fréttastofuna NRK að þau hafi fylgst með því sem Varg Vikernes hefur aðhafst á netinu síðustu mánuði. Það eru sérstaklega tvö blogg sem hann hélt úti sem þau fylgdust með.

Átta forstöðumenn ríkisstofnana hefðu átt að fá áminningar í fyrra

Ekki er hægt að segja upp forstöðumönnum ríkisstofnana sem fara ítrekað fram úr fjárheimildum án áminningar, en sömu ríkisstofnanirnar fara ítrekað fram úr heimildum. Átta ríkisforstjórar hefðu átt að fá áminningar í fyrra ef ráðherrar hefðu fylgt lagabókstafnum.

Ekkert hægt að gera til að snúa við tjóni á lífríki Lagarfljóts

Fiskstofnar í Lagarfljóti hafa minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í fljótið vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fiskar í Lagarfljóti þroskast ekki eðlilega því minna er um æti fyrir þá og þá er vatnið í fljótinu orðið skítugt. Þetta kemur fram skýrslu Veiðimálastofnunar

Rotþró á Hakinu að springa undan álagi

Fyrirtæki sem seldi fráveitustöð fyrir skolp á Hakinu á Þingvöllum segir hana hafa verið vanáætlaða í uphafi. Ferðamannastraumurinn hafi sprengt rotþrónna utan af sér. Ný tíðindi, segir þjóðgarðsvörður. Ef til vill sé betra að aka skolpinu burt.

Stúdentaráð í mál við LÍN

Stúdentaráð ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu og Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins.

Ákært vegna barnaníðs í Heiðmörk

Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa þvingað tíu ára stúlku upp í bíl sinn og brotið gegn henni kynferðislega.

Vikernes átti íslenskan pennavin

Unnar Bjarnason skrifaðist á við Kristian "Varg“ Vikernes sem handtekinn var í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk.

Toyota með flest einkaleyfi

Fjöldi einkaleyfa gefur til kynna hversu kröftugt þróunarstarf á sér stað innan raða hvers fyrirtækis.

Hetjan á kúpunni

Bjargvættur Cleveland-kvennanna segir frægðina hafa eyðilagt líf sitt.

Símtöl slitna í Rangárþingi

Byggðaráð Rangárþings eystra segir að bæta þurfi gsm-dreifikerfi í sveitarfélaginu svo tryggt sé að samband sé alls staðar í byggð.

Veðurfræðingur stakk upp á mannfórnum

"Það stytti ekki upp í heilan mánuð,“ segir Agnar Guðnason um linnulaust votviðri sumarsins 1983, en Samtök sólarsinna tóku höndum saman og mótmæltu við Veðurstofuna.

Bitin í tvennt

Fimmtán ára stúlka lést eftir hákarlaárás.

Sjá næstu 50 fréttir