Sigmundur Davíð segir deiluna sýna mikilvægi þess að verja fullveldið Karen Kjartansdóttir skrifar 16. júlí 2013 19:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira