Ekkert hægt að gera til að snúa við tjóni á lífríki Lagarfljóts Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 18:30 Fiskstofnar í Lagarfljóti hafa minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í fljótið vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fiskar í Lagarfljóti þroskast ekki eðlilega því minna er um æti fyrir þá og þá er vatnið í fljótinu orðið skítugt. Þetta kemur fram skýrslu Veiðimálastofnunar. Landsvirkjun birti í dag skýrslu um rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár fyrir árin 2011 og 2012. Helstu niðurstöður á rannsóknum Lagarfljóts eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar eru þær að rýni í fljótinu minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og er nú svipað á ölum svæðum. Fljótið er skítugt og ekki sést til bots á sömu svæðum og áður. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti Dregið hefur úr fæðu fyrir fiskana og minna er af æti í fljótinu sjálfu og tegundir af landrænum toga hafa að nokkru tekið við. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti og áður og eru minni. Og þá hefur dregið úr laxveiði fyrir neðan Lagarfoss. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur er einn höfunda skýrslunnar. „Það var vitað fyrir að það yrðu áhrif af Kárahnjúkavirkjun og að þau yrðu neikvæð á Lagarfljót og lífríki þess. Þær mælingar sem hafa verið gerðar hingað til og koma fram í þessari skýrslu benda til þess að svo sé. Hins vegar verður að hafa það í huga, þegar horft er á lífsferil fiska þá eru þeir fiskar sem orðið hafa til eftir virkjunina ekki nema 3-4 ára gamlir. Það líður ennþá nokkur tími áður en það kemur fyllilega í ljós hver þau áhrif endanlega verða,“ segir Guðni. Í matsskýrslu Landsvirkjunar sem kynnt var 2001 og Skipulagsstofnun lagðist gegn kom fram að vatnið í Lagarfljóti yrði gruggugra eftir að Jökulsá á Dal yrði veitt í fljótið og það myndi hafa neikvæð áhrif. Þetta hefur nú ræst. Áhrifin eru samt í raun verri en Landsvirkjun hafði sjálft komist að niðurstöðu um. Það er m.a vegna þess að rennsli í lónið er mun meira þar sem bráðnun Vatnajökuls er hraðari en menn gerðu ráð fyrir. Þess skal getið að þegar Landsvirkjun kynnti sína skýrslu voru loftslagsbreytingar ekki jafn mikið í umræðunni og nú. Guðni Guðbergsson segir að alvarlegustu tíðindin úr nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar séu minni fiskistofnar og rýrnun nytja þeirra.Ekki hægt að sporna gegn orðnum hlut „Í mínum huga þá er ekki margt sem í mannlegu valdi stendur til að snúa neinu af þessu við eða vera með mótvægisaðgerðir sem breyta því sem orðið er. Það er mikið af gruggugu vatni sem er að koma þarna yfir og lífsskilyrði hafa versnað. Ég sé ekki í fljótu bragði að það sé neitt sem hægt sé að breyta.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er meðal þeirra sem varaði við því að áhrif virkjunarinnar gætu raungerst með þessum hætti.Eru þetta ekki allt saman hlutir sem menn áttu að sjá fyrir? „Jú, þetta var séð fyrir í matsskýrslu Landsvirkjunar á sínum tíma. Umhverfisráðherra hafði það að engu og gerði mjög lítið úr þessum vanda. Og svo hefur komið í ljós að matsskýrslan var rétt nema þetta er öllu verra en matsskýrslan gerði ráð fyrir. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er: Við skulum fara varlega við Mývatn og láta eiga sig að fara í Bjarnarflagsvirkjun.“Og hlusta á vísindamenn? „Já, bara taka varúðarregluna mjög alvarlega. Ekki fara í hluti sem að augljóslega munu valda óafturkræfum eða varanlegum skaða á náttúru landsins,“ segir Árni Finnsson. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Fiskstofnar í Lagarfljóti hafa minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í fljótið vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fiskar í Lagarfljóti þroskast ekki eðlilega því minna er um æti fyrir þá og þá er vatnið í fljótinu orðið skítugt. Þetta kemur fram skýrslu Veiðimálastofnunar. Landsvirkjun birti í dag skýrslu um rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár fyrir árin 2011 og 2012. Helstu niðurstöður á rannsóknum Lagarfljóts eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar eru þær að rýni í fljótinu minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og er nú svipað á ölum svæðum. Fljótið er skítugt og ekki sést til bots á sömu svæðum og áður. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti Dregið hefur úr fæðu fyrir fiskana og minna er af æti í fljótinu sjálfu og tegundir af landrænum toga hafa að nokkru tekið við. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti og áður og eru minni. Og þá hefur dregið úr laxveiði fyrir neðan Lagarfoss. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur er einn höfunda skýrslunnar. „Það var vitað fyrir að það yrðu áhrif af Kárahnjúkavirkjun og að þau yrðu neikvæð á Lagarfljót og lífríki þess. Þær mælingar sem hafa verið gerðar hingað til og koma fram í þessari skýrslu benda til þess að svo sé. Hins vegar verður að hafa það í huga, þegar horft er á lífsferil fiska þá eru þeir fiskar sem orðið hafa til eftir virkjunina ekki nema 3-4 ára gamlir. Það líður ennþá nokkur tími áður en það kemur fyllilega í ljós hver þau áhrif endanlega verða,“ segir Guðni. Í matsskýrslu Landsvirkjunar sem kynnt var 2001 og Skipulagsstofnun lagðist gegn kom fram að vatnið í Lagarfljóti yrði gruggugra eftir að Jökulsá á Dal yrði veitt í fljótið og það myndi hafa neikvæð áhrif. Þetta hefur nú ræst. Áhrifin eru samt í raun verri en Landsvirkjun hafði sjálft komist að niðurstöðu um. Það er m.a vegna þess að rennsli í lónið er mun meira þar sem bráðnun Vatnajökuls er hraðari en menn gerðu ráð fyrir. Þess skal getið að þegar Landsvirkjun kynnti sína skýrslu voru loftslagsbreytingar ekki jafn mikið í umræðunni og nú. Guðni Guðbergsson segir að alvarlegustu tíðindin úr nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar séu minni fiskistofnar og rýrnun nytja þeirra.Ekki hægt að sporna gegn orðnum hlut „Í mínum huga þá er ekki margt sem í mannlegu valdi stendur til að snúa neinu af þessu við eða vera með mótvægisaðgerðir sem breyta því sem orðið er. Það er mikið af gruggugu vatni sem er að koma þarna yfir og lífsskilyrði hafa versnað. Ég sé ekki í fljótu bragði að það sé neitt sem hægt sé að breyta.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er meðal þeirra sem varaði við því að áhrif virkjunarinnar gætu raungerst með þessum hætti.Eru þetta ekki allt saman hlutir sem menn áttu að sjá fyrir? „Jú, þetta var séð fyrir í matsskýrslu Landsvirkjunar á sínum tíma. Umhverfisráðherra hafði það að engu og gerði mjög lítið úr þessum vanda. Og svo hefur komið í ljós að matsskýrslan var rétt nema þetta er öllu verra en matsskýrslan gerði ráð fyrir. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er: Við skulum fara varlega við Mývatn og láta eiga sig að fara í Bjarnarflagsvirkjun.“Og hlusta á vísindamenn? „Já, bara taka varúðarregluna mjög alvarlega. Ekki fara í hluti sem að augljóslega munu valda óafturkræfum eða varanlegum skaða á náttúru landsins,“ segir Árni Finnsson.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira