Ekkert hægt að gera til að snúa við tjóni á lífríki Lagarfljóts Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 18:30 Fiskstofnar í Lagarfljóti hafa minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í fljótið vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fiskar í Lagarfljóti þroskast ekki eðlilega því minna er um æti fyrir þá og þá er vatnið í fljótinu orðið skítugt. Þetta kemur fram skýrslu Veiðimálastofnunar. Landsvirkjun birti í dag skýrslu um rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár fyrir árin 2011 og 2012. Helstu niðurstöður á rannsóknum Lagarfljóts eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar eru þær að rýni í fljótinu minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og er nú svipað á ölum svæðum. Fljótið er skítugt og ekki sést til bots á sömu svæðum og áður. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti Dregið hefur úr fæðu fyrir fiskana og minna er af æti í fljótinu sjálfu og tegundir af landrænum toga hafa að nokkru tekið við. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti og áður og eru minni. Og þá hefur dregið úr laxveiði fyrir neðan Lagarfoss. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur er einn höfunda skýrslunnar. „Það var vitað fyrir að það yrðu áhrif af Kárahnjúkavirkjun og að þau yrðu neikvæð á Lagarfljót og lífríki þess. Þær mælingar sem hafa verið gerðar hingað til og koma fram í þessari skýrslu benda til þess að svo sé. Hins vegar verður að hafa það í huga, þegar horft er á lífsferil fiska þá eru þeir fiskar sem orðið hafa til eftir virkjunina ekki nema 3-4 ára gamlir. Það líður ennþá nokkur tími áður en það kemur fyllilega í ljós hver þau áhrif endanlega verða,“ segir Guðni. Í matsskýrslu Landsvirkjunar sem kynnt var 2001 og Skipulagsstofnun lagðist gegn kom fram að vatnið í Lagarfljóti yrði gruggugra eftir að Jökulsá á Dal yrði veitt í fljótið og það myndi hafa neikvæð áhrif. Þetta hefur nú ræst. Áhrifin eru samt í raun verri en Landsvirkjun hafði sjálft komist að niðurstöðu um. Það er m.a vegna þess að rennsli í lónið er mun meira þar sem bráðnun Vatnajökuls er hraðari en menn gerðu ráð fyrir. Þess skal getið að þegar Landsvirkjun kynnti sína skýrslu voru loftslagsbreytingar ekki jafn mikið í umræðunni og nú. Guðni Guðbergsson segir að alvarlegustu tíðindin úr nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar séu minni fiskistofnar og rýrnun nytja þeirra.Ekki hægt að sporna gegn orðnum hlut „Í mínum huga þá er ekki margt sem í mannlegu valdi stendur til að snúa neinu af þessu við eða vera með mótvægisaðgerðir sem breyta því sem orðið er. Það er mikið af gruggugu vatni sem er að koma þarna yfir og lífsskilyrði hafa versnað. Ég sé ekki í fljótu bragði að það sé neitt sem hægt sé að breyta.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er meðal þeirra sem varaði við því að áhrif virkjunarinnar gætu raungerst með þessum hætti.Eru þetta ekki allt saman hlutir sem menn áttu að sjá fyrir? „Jú, þetta var séð fyrir í matsskýrslu Landsvirkjunar á sínum tíma. Umhverfisráðherra hafði það að engu og gerði mjög lítið úr þessum vanda. Og svo hefur komið í ljós að matsskýrslan var rétt nema þetta er öllu verra en matsskýrslan gerði ráð fyrir. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er: Við skulum fara varlega við Mývatn og láta eiga sig að fara í Bjarnarflagsvirkjun.“Og hlusta á vísindamenn? „Já, bara taka varúðarregluna mjög alvarlega. Ekki fara í hluti sem að augljóslega munu valda óafturkræfum eða varanlegum skaða á náttúru landsins,“ segir Árni Finnsson. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Fiskstofnar í Lagarfljóti hafa minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í fljótið vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fiskar í Lagarfljóti þroskast ekki eðlilega því minna er um æti fyrir þá og þá er vatnið í fljótinu orðið skítugt. Þetta kemur fram skýrslu Veiðimálastofnunar. Landsvirkjun birti í dag skýrslu um rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár fyrir árin 2011 og 2012. Helstu niðurstöður á rannsóknum Lagarfljóts eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar eru þær að rýni í fljótinu minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og er nú svipað á ölum svæðum. Fljótið er skítugt og ekki sést til bots á sömu svæðum og áður. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti Dregið hefur úr fæðu fyrir fiskana og minna er af æti í fljótinu sjálfu og tegundir af landrænum toga hafa að nokkru tekið við. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti og áður og eru minni. Og þá hefur dregið úr laxveiði fyrir neðan Lagarfoss. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur er einn höfunda skýrslunnar. „Það var vitað fyrir að það yrðu áhrif af Kárahnjúkavirkjun og að þau yrðu neikvæð á Lagarfljót og lífríki þess. Þær mælingar sem hafa verið gerðar hingað til og koma fram í þessari skýrslu benda til þess að svo sé. Hins vegar verður að hafa það í huga, þegar horft er á lífsferil fiska þá eru þeir fiskar sem orðið hafa til eftir virkjunina ekki nema 3-4 ára gamlir. Það líður ennþá nokkur tími áður en það kemur fyllilega í ljós hver þau áhrif endanlega verða,“ segir Guðni. Í matsskýrslu Landsvirkjunar sem kynnt var 2001 og Skipulagsstofnun lagðist gegn kom fram að vatnið í Lagarfljóti yrði gruggugra eftir að Jökulsá á Dal yrði veitt í fljótið og það myndi hafa neikvæð áhrif. Þetta hefur nú ræst. Áhrifin eru samt í raun verri en Landsvirkjun hafði sjálft komist að niðurstöðu um. Það er m.a vegna þess að rennsli í lónið er mun meira þar sem bráðnun Vatnajökuls er hraðari en menn gerðu ráð fyrir. Þess skal getið að þegar Landsvirkjun kynnti sína skýrslu voru loftslagsbreytingar ekki jafn mikið í umræðunni og nú. Guðni Guðbergsson segir að alvarlegustu tíðindin úr nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar séu minni fiskistofnar og rýrnun nytja þeirra.Ekki hægt að sporna gegn orðnum hlut „Í mínum huga þá er ekki margt sem í mannlegu valdi stendur til að snúa neinu af þessu við eða vera með mótvægisaðgerðir sem breyta því sem orðið er. Það er mikið af gruggugu vatni sem er að koma þarna yfir og lífsskilyrði hafa versnað. Ég sé ekki í fljótu bragði að það sé neitt sem hægt sé að breyta.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er meðal þeirra sem varaði við því að áhrif virkjunarinnar gætu raungerst með þessum hætti.Eru þetta ekki allt saman hlutir sem menn áttu að sjá fyrir? „Jú, þetta var séð fyrir í matsskýrslu Landsvirkjunar á sínum tíma. Umhverfisráðherra hafði það að engu og gerði mjög lítið úr þessum vanda. Og svo hefur komið í ljós að matsskýrslan var rétt nema þetta er öllu verra en matsskýrslan gerði ráð fyrir. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er: Við skulum fara varlega við Mývatn og láta eiga sig að fara í Bjarnarflagsvirkjun.“Og hlusta á vísindamenn? „Já, bara taka varúðarregluna mjög alvarlega. Ekki fara í hluti sem að augljóslega munu valda óafturkræfum eða varanlegum skaða á náttúru landsins,“ segir Árni Finnsson.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira