Innlent

Ákært vegna barnaníðs í Heiðmörk

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Heiðmörk
Heiðmörk mynd úr safni
Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa þvingað tíu ára stúlku upp í bíl sinn, ekið með hana í Heiðmörk og brotið gegn henni kynferðislega þann 14. maí.

Maðurinn var handtekinn síðar sama dag og voru það greinargóðar lýsingar stúlkunnar á manninum sem leiddu til þess.

Við yfirheyrslur bar maðurinn við minnisleysi og var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. maí. Hefur varðhaldið verið framlengt í tvígang og rennur það út 24. júlí.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara  verður þinghald væntanlega lokað og engar frekar upplýsingar veittar á þessu stigi málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×