Erlent

Andstæðingar bólusetninga "ættu að skammast sín"

Jóhannes Stefánsson skrifar
Bólusetningar bjarga milljónum mannslífa árlega.
Bólusetningar bjarga milljónum mannslífa árlega.
Mikil tískubylgja hefur riðið yfir Bandaríkin þar sem fólk hefur brugðið á það ráð að sniðganga bólusetningar af ýmsum ástæðum. Leikkonan Jenny McCarthy er meðal þeirra en fyrir skemmstu var tilkynnt að hún myndi taka sæti sem einn þáttastjórnenda í spjallþættinum „The View". Þátturinn er nokkuð vinsæll og er sýndur á sjónvarpsstöðinni ABC.

McCarthy er yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, en hún segir þær valda einhverfu. Sonur hennar greindist með einhverfu árið 2005. Andstæðingar bólusetninga segja margir að aukaverkanir þeirra séu verri en sjúkdómarnir sem þeim er ætlað að koma í veg fyrir.

Fréttaveitan Business Insider vandar andstæðingum bólusetninga ekki kveðjurnar fyrir þessa afstöðu sína. Í frétt á vefnum segir að andstæðingar bólusetninga „eiga að skammast sín" fyrir afstöðu sína í málaflokknum, enda bjargi bólusetningar milljónum mannslífa í Bandaríkjunum einum saman á ári hverju.

Þessu til stuðnings vísar fréttavefurinn til þessarar myndar:

Málflutningur andstæðinga bólusetninga hefur þó borið erindi sem erfiði og æ fleiri undanbiðja sig nú bólusetningum. Fyrir vikið hafa ýmsir sjúkdómar breiðst út sem að öðrum kosti væru sjaldgæfir. Tískubylgjan hefur til að mynda náð nokkurri útbreiðslu í New York, þar sem tilfellum kíghósta hefur fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×