Innlent

Símtöl slitna í Rangárþingi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ekkert símasamband er sums staðar í Rangárþingi.
Ekkert símasamband er sums staðar í Rangárþingi. Fréttablaðið/Pjetur
Byggðaráð Rangárþings eystra segir að bæta þurfi gsm-dreifikerfi í sveitarfélaginu svo tryggt sé að samband sé alls staðar í byggð.

„Í Rangárþingi eystra er vaxandi fjöldi ferðamanna og fyrir hendi er náttúruvá eins og alkunna er. Víða í sveitarfélaginu er gsm-samband það lélegt að símtöl slitna iðulega, eða ekkert samband næst á ákveðnum svæðum,“ segir byggðaráðið sem kveður ástandið bagalegt. Nú til dags teljist gsm-samband til búsetuskilyrða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×