Innlent

Fornfálegur vopnabúnaður Kúbu

Jakob Bjarnar skrifar
Flugskeytin fundust undir sykurfarmi.
Flugskeytin fundust undir sykurfarmi.
Tollverðir í Panama fundu vopn og vopnabúnað í skipi frá Norður-Kóreu, sem var að sigla um Panamaskurð.

Fundurinn vakti verulega athygli en í gærkvöldi tilkynntu svo yfirvöld í Kúbu að þau ættu vopnin. Yfirlýsingin var lesin upp í sjónvarpi og þar kom fram að um væri að ræða gömul flugskeyti og búnað þeim tengdur. Til hefði staðið að fá gert við vopnin og búnaðinn í Norður-Kóreu og meiningin að fá þá vopnin til baka, sömu leið.

Búnaðurinn er gamall, eða frá því fyrir 1960 og er upphaflega frá Sovétríkjunum. Í yfirlýsingunni kemur fram að þessi vopn væru bráðnauðsynleg fyrir Kúbu til að landið gæti varið fullveldi sitt. Vopnin fundust við hefðbundna fíkniefnaleit en þeim hafði verið komið fyrir undir sykurfarmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×