"Ekkert nýtt að heilbrigðisþjónusta sé einkarekin hér á landi" Jóhannes Stefánsson skrifar 16. júlí 2013 16:08 Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir að upplýsta umræðu þurfi um málaflokkinn. GVA „Á Íslandi er þó nokkuð um einkarekstur og það er ekkert nýtt að heilbrigðisþjónusta sé einkarekin hér á landi," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Hann segir einsýnt að þörf sé á upplýstari umræðu um einkaaðila í heilbrigðisgeiranum. Geir segir að ekki fari hátt að einkarekstur hér á landi hafi verið umtalsverður í samanburði við nágrannalönd okkar. „Það er mikil og öflug heilbrigðisþjónusta rekin á Íslandi fyrir utan hinn hefðbundna opinbera rekstur. Það er mjög mikil þjónusta sem er rekin af hálfu einkaaðila, sérstaklega á einkareknum starfssöðvum lækna. Þar kemur ríkið þó sannanlega að og greiðir niður þjónustu. Ég held ég fari nokkuð rétt með það að upp undir hálf milljón heimsókna þangað á hverju ári þannig að það er ansi umfangsmikið. Auk þessa má ekki gleyma einkareknum fyrirtækjum sem bjóða upp á margvíslega heilbrigðisþjónustu aðra en læknisþjónustu, til dæmis sjúkraþjálfun, sálfræðinga og tannlækna. Þetta er alls ekkert nýtt," bætir hann við. Einkarekin heilbrigðisþjónusta er að sögn Geirs háð ýmsum skilyrðum sem lýtur eftirliti Embættis landlæknis. „Þegar að menn ætla að hefja einkarekstur þarf að sækja um leyfi til þess til Landlæknis. Þá fer það í hefðbundið ferli og málin eru skoðuð, hvort að reksturinn sé talinn uppfylla lögbundnar skyldur um skráningu, aðstæður, sóttvarnir og annað eftir eðli rekstursins og umfangi þeirrar þjónustu sem er í boði."Einkaaðilar aukið þjónustuframboðGeir segir nokkra reynslu af einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu . „Eins og sakir standa eru tvær heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem eru reknar á sérstökum samningi og það er Heilsugæslan Salahverfi og Heilsugæslan Lágmúla. Auk þess eru nokkrir sjálfstætt starfandi heimilislæknar." Í úttekt á starfsemi Heilsugæslunnar í Salahverfi, sem er í einkaeigu, frá árinu 2009 kemur meðal annars fram að „stöðin er mjög afkastamikil... aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu." Þá segir einnig að „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur er til fyrirmyndar." Geir segir að vandi er varðar opnunartíma heilsugæslu sé leystur af einkaaðilum á höfuðborgasvæðinu. „Öll heilsugæsla stendur frammi fyrir þessari spurningu: Hvað ætlum við að gera þegar klukkan er orðin fjögur? Sjúkdómarnir hætta ekkert endilega að gera vart við sig þá og fólk þarf ennþá á þjónustu að halda. Sá vandi er leystur á tvennskonar hátt. Í fyrsta lagi eru menn með skilgreindar opnar læknamóttökur í heilsugæslunni í einhverjar klukkustundir umfram hefðbundinn opnunartíma, til sex eða átta á kvöldin. Þá fá læknarnir sérstaklega greitt fyrir hverja komu. Síðan tekur Læknavaktin við af þeim og veitir þjónustu við sjúklinga og er með vaktþjónustu fram eftir kvöldi. Læknavaktin er fyrirtæki lækna og reksturinn á ábyrgð þeirra. Hið opinbera veitir ekki þessa þjónustu innan hefðbundinnar heilsugæslu eins og stendur þó það greiði fyrir hana að stórum hluta."Vanda þarf til verka„Við getum sagt að heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé almennt góð. Það sem menn kvarta hinsvegar undan er það að aðgengi að ákveðinni þjónustu sé skert, sérstaklega í heilsugæslu en ekki síður hjá ákveðnum sérgreinalæknum. Auk þess eru langir biðtímar eftir ýmsum aðgerðum á sjúkrahúsum. Þá hafa komið fram þær hugmyndir að það þurfi að vera einhverskonar hvati í kerfinu og að núverandi kerfi hafi ekki þá hvata sem hægt er að ná fram með einkarekstri. Það er eitt sjónarmið sem þó er umdeilt," segir Geir. Hann segir þó að nauðsynlegt sé að vanda vel til verka, enda er íslenska heilbrigðiskerfið gott. „Við þurfum að skilgreina vandann. Hvað er það sem aukinn einkarekstur umfram þann sem við höfum í dag býður upp á? Hvaða vanda viljum við leysa? Lausnirnar munu byggjast á því hvað svarið er við þeim spurningum og hvaða markmið við höfum með breyttu rekstrarformi," segir hann að lokum. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
„Á Íslandi er þó nokkuð um einkarekstur og það er ekkert nýtt að heilbrigðisþjónusta sé einkarekin hér á landi," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Hann segir einsýnt að þörf sé á upplýstari umræðu um einkaaðila í heilbrigðisgeiranum. Geir segir að ekki fari hátt að einkarekstur hér á landi hafi verið umtalsverður í samanburði við nágrannalönd okkar. „Það er mikil og öflug heilbrigðisþjónusta rekin á Íslandi fyrir utan hinn hefðbundna opinbera rekstur. Það er mjög mikil þjónusta sem er rekin af hálfu einkaaðila, sérstaklega á einkareknum starfssöðvum lækna. Þar kemur ríkið þó sannanlega að og greiðir niður þjónustu. Ég held ég fari nokkuð rétt með það að upp undir hálf milljón heimsókna þangað á hverju ári þannig að það er ansi umfangsmikið. Auk þessa má ekki gleyma einkareknum fyrirtækjum sem bjóða upp á margvíslega heilbrigðisþjónustu aðra en læknisþjónustu, til dæmis sjúkraþjálfun, sálfræðinga og tannlækna. Þetta er alls ekkert nýtt," bætir hann við. Einkarekin heilbrigðisþjónusta er að sögn Geirs háð ýmsum skilyrðum sem lýtur eftirliti Embættis landlæknis. „Þegar að menn ætla að hefja einkarekstur þarf að sækja um leyfi til þess til Landlæknis. Þá fer það í hefðbundið ferli og málin eru skoðuð, hvort að reksturinn sé talinn uppfylla lögbundnar skyldur um skráningu, aðstæður, sóttvarnir og annað eftir eðli rekstursins og umfangi þeirrar þjónustu sem er í boði."Einkaaðilar aukið þjónustuframboðGeir segir nokkra reynslu af einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu . „Eins og sakir standa eru tvær heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem eru reknar á sérstökum samningi og það er Heilsugæslan Salahverfi og Heilsugæslan Lágmúla. Auk þess eru nokkrir sjálfstætt starfandi heimilislæknar." Í úttekt á starfsemi Heilsugæslunnar í Salahverfi, sem er í einkaeigu, frá árinu 2009 kemur meðal annars fram að „stöðin er mjög afkastamikil... aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu." Þá segir einnig að „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur er til fyrirmyndar." Geir segir að vandi er varðar opnunartíma heilsugæslu sé leystur af einkaaðilum á höfuðborgasvæðinu. „Öll heilsugæsla stendur frammi fyrir þessari spurningu: Hvað ætlum við að gera þegar klukkan er orðin fjögur? Sjúkdómarnir hætta ekkert endilega að gera vart við sig þá og fólk þarf ennþá á þjónustu að halda. Sá vandi er leystur á tvennskonar hátt. Í fyrsta lagi eru menn með skilgreindar opnar læknamóttökur í heilsugæslunni í einhverjar klukkustundir umfram hefðbundinn opnunartíma, til sex eða átta á kvöldin. Þá fá læknarnir sérstaklega greitt fyrir hverja komu. Síðan tekur Læknavaktin við af þeim og veitir þjónustu við sjúklinga og er með vaktþjónustu fram eftir kvöldi. Læknavaktin er fyrirtæki lækna og reksturinn á ábyrgð þeirra. Hið opinbera veitir ekki þessa þjónustu innan hefðbundinnar heilsugæslu eins og stendur þó það greiði fyrir hana að stórum hluta."Vanda þarf til verka„Við getum sagt að heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé almennt góð. Það sem menn kvarta hinsvegar undan er það að aðgengi að ákveðinni þjónustu sé skert, sérstaklega í heilsugæslu en ekki síður hjá ákveðnum sérgreinalæknum. Auk þess eru langir biðtímar eftir ýmsum aðgerðum á sjúkrahúsum. Þá hafa komið fram þær hugmyndir að það þurfi að vera einhverskonar hvati í kerfinu og að núverandi kerfi hafi ekki þá hvata sem hægt er að ná fram með einkarekstri. Það er eitt sjónarmið sem þó er umdeilt," segir Geir. Hann segir þó að nauðsynlegt sé að vanda vel til verka, enda er íslenska heilbrigðiskerfið gott. „Við þurfum að skilgreina vandann. Hvað er það sem aukinn einkarekstur umfram þann sem við höfum í dag býður upp á? Hvaða vanda viljum við leysa? Lausnirnar munu byggjast á því hvað svarið er við þeim spurningum og hvaða markmið við höfum með breyttu rekstrarformi," segir hann að lokum.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira