Rotþró á Hakinu að springa undan álagi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. júlí 2013 17:54 Fráveitan á Hakinu uppfyllir ekki kröfur segir heilbrigðiseftirlitið en söluðaðilinn segir stöðina einfaldlega ekki nógu stóra. Mynd / Heilbrigðiseftirlit Suðpurlands „Stöðin er sprungin og annar ekki eftirspurn,“ segir Þórir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Tengis, um frárennslistöð sem tekur við skolpi úr snyrtingum ferðamanna á Hakinu á Þingvöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 5. júlí síðastliðinn telur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að þrátt fyrir að um sé að ræða viðurkennda fráveitulausn við snyrtingarnar á Hakinu uppfylli stöðin ekki kröfur um hreinsun skólps. Það eigi sérstaklega við um minnkun köfnunarefnis og fosfórs. Lágt hitastig yfir vetrartímann dragi verulega úr hreinsivirkninni. Stöðin frá Tengi er af gerðinni Inno Clean. Þórir segir margar slíkar stöðvar um allt land virka mjög vel. Stöðvunum er ætlað að hreinsa skolpið áður en það fer út í jarðveginn. „Varðandi stöðina á Hakinu sem er af sömu gerð þá er staðan einfaldlega sú að hún annar ekki eftirspurn, það eru miklu fleiri að nýta sér salernisaðstöðuna en ráð var fyrir gert í upphafi,“ segir Þórir. Rétt sé að virkni stöðvarinnar sé minni á veturna vegna kulda. Það hafi þó einfaldega ekki úrslitaáhrif.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir fráveitumálin á Þingvöllum verða að vera í fullkomnu lagi.Fréttablaðið / GVA„Hönnunin var vanáætluð í upphafi og menn gerðu sér alls ekki grein fyrir því hversu gríðarleg fjölgun myndi verða á ferðamönnum á Íslandi,“ segir Þórir. „Það fer eftir stærð stöðvarinnar hvað hún er afkastamikil og það kom bersýnilega í ljós eftir síðustu mælingar að stöðin er sprungin. Það er ástæða þess að hún uppfyllir ekki þær kröfur sem til hennar eru gerðar.“ Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á að grundvöllur ályktana heilbrigðiseftirlitsins sé aðeins ein mæling í stöðinni á Hakinu. Strax hafi verið brugðist við með því að tæma stöðina. Hann hafi einnig óskað eftir nýrri mælingu og bíðu nú eftir niðurstöðu hennar. Ólafur kveður það algerlega ný tíðindi fyrir sér að stöðin sé of lítil og virki ekki. „Ef það reynist rétt þá finnst mér að þjóðgarðurinn megi hugsa það mjög rækilega að setja upp safntank í staðinn fyrir þessa stöð og keyra allt frárennsli í burtu. Því það er alveg ófrávíkjanlegt að þjóðgarðurinn verður að hafa þessi mál í fullkomnasta lagi,“ segir þjóðgarðsvörður. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
„Stöðin er sprungin og annar ekki eftirspurn,“ segir Þórir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Tengis, um frárennslistöð sem tekur við skolpi úr snyrtingum ferðamanna á Hakinu á Þingvöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 5. júlí síðastliðinn telur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að þrátt fyrir að um sé að ræða viðurkennda fráveitulausn við snyrtingarnar á Hakinu uppfylli stöðin ekki kröfur um hreinsun skólps. Það eigi sérstaklega við um minnkun köfnunarefnis og fosfórs. Lágt hitastig yfir vetrartímann dragi verulega úr hreinsivirkninni. Stöðin frá Tengi er af gerðinni Inno Clean. Þórir segir margar slíkar stöðvar um allt land virka mjög vel. Stöðvunum er ætlað að hreinsa skolpið áður en það fer út í jarðveginn. „Varðandi stöðina á Hakinu sem er af sömu gerð þá er staðan einfaldlega sú að hún annar ekki eftirspurn, það eru miklu fleiri að nýta sér salernisaðstöðuna en ráð var fyrir gert í upphafi,“ segir Þórir. Rétt sé að virkni stöðvarinnar sé minni á veturna vegna kulda. Það hafi þó einfaldega ekki úrslitaáhrif.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir fráveitumálin á Þingvöllum verða að vera í fullkomnu lagi.Fréttablaðið / GVA„Hönnunin var vanáætluð í upphafi og menn gerðu sér alls ekki grein fyrir því hversu gríðarleg fjölgun myndi verða á ferðamönnum á Íslandi,“ segir Þórir. „Það fer eftir stærð stöðvarinnar hvað hún er afkastamikil og það kom bersýnilega í ljós eftir síðustu mælingar að stöðin er sprungin. Það er ástæða þess að hún uppfyllir ekki þær kröfur sem til hennar eru gerðar.“ Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á að grundvöllur ályktana heilbrigðiseftirlitsins sé aðeins ein mæling í stöðinni á Hakinu. Strax hafi verið brugðist við með því að tæma stöðina. Hann hafi einnig óskað eftir nýrri mælingu og bíðu nú eftir niðurstöðu hennar. Ólafur kveður það algerlega ný tíðindi fyrir sér að stöðin sé of lítil og virki ekki. „Ef það reynist rétt þá finnst mér að þjóðgarðurinn megi hugsa það mjög rækilega að setja upp safntank í staðinn fyrir þessa stöð og keyra allt frárennsli í burtu. Því það er alveg ófrávíkjanlegt að þjóðgarðurinn verður að hafa þessi mál í fullkomnasta lagi,“ segir þjóðgarðsvörður.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira