Innlent

Grindvíkingar óánægðir með breytingar á sjúkraflutningum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjúkrabíll að störfum. Mynd/Styrmir Sigurðarson
Sjúkrabíll að störfum. Mynd/Styrmir Sigurðarson
Bæjarráð Grindavíkur er mótfallið því að breytingar verði á sjúkraflutningum í bæjarfélaginu. Fela breytingarnar í sér að ábyrgð á sjúkraflutningum færist frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til Brunavarna Suðurnesja.

Viðræður hafa verið um yfirtöku Grindavíkurbæjar á sjúkraflutningunum. Velferðarráðuneytið segist ekki geta lagt meira fjármagn í verkefnið.

Bæjarráð Grindavíkurbæjar segist harma hve langan tíma það hefur tekið að fá svör frá ráðuneytinu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×