Drullusvað á leiksvæði óboðlegt börnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. júlí 2013 07:00 Þegar rignir breytist þetta leiksvæði í drullusvað og íbúar segja að þá sé það nánast ófært með öllu. Fréttablaðið/Daníel „Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“ Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
„Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira