Drullusvað á leiksvæði óboðlegt börnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. júlí 2013 07:00 Þegar rignir breytist þetta leiksvæði í drullusvað og íbúar segja að þá sé það nánast ófært með öllu. Fréttablaðið/Daníel „Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“ Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
„Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira