Innlent

Tímamót hjá Vísindavefnum - tíu þúsundasta svarið í vændum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Nanna Hlín svarar heimspekilegum spurningum á Vísindavefnum sem oft hafa ekkert einhlítt svar. Mynd/Daníel
Nanna Hlín svarar heimspekilegum spurningum á Vísindavefnum sem oft hafa ekkert einhlítt svar. Mynd/Daníel
Stórviðburður er í vændum hjá Vísindavefnum því að tíu þúsundasta svarið mun birtast á vefnum á morgun, fimmtudaginn 18. júlí.

Verður spurningunni „Er hægt að keppa í fegurð?“ svarað af doktorsnema í heimspeki, Nönnu Hlín Halldórsdóttur.

„Spurningin fjallar bæði um fegurð og fegurðarviðmið og einnig hvað sé íþrótt,“ segir Nanna, starfsmaður Vísindavefsins.

„Þetta eru erfið skilgreiningaratriði, þannig að það er margt í mörgu eins og með mörg svör á Vísindavefnum. Þetta er alls ekki einhliða mál.“

Vísindavefurinn var opnaður í byrjun árs 2000. Í hverri viku sækja að meðaltali 20 þúsund notendur vefinn og berast 50-100 spurningar vikulega. Flestir spyrjenda eru á aldrinum 10-20 ára. Markmið Vísindavefsins er meðal annars að nýta þá þekkingu sem er til staðar í háskólasamfélaginu til þess að svala fróðleiksþorsta Íslendinga. Eru sendar inn spurningar af öllu tagi.

„Það koma inn margar heimspekilegar spurningar. En svo eru líka margar spurningar um næringarfræði og skordýr,“ segir Nanna og bætir við „Það er rosalega mikið spurt um kóngulær.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×