Innlent

Með augnáverka á spítala eftir flugeldaslys

Karlmaður á fimmtugsaldri sem sem var fluttur á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið í nótt hlaut áverka á augum og liggur nú á sjúkrahúsi. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Landspítalanum, segir flugeldaáverka ekki hafa verið áberandi í nótt og að forvarnir virðist eitthvað vera að skila sér. Nóttin hafi engu að síður verið mjög annasöm þar sem fjölmargir hafi leitað á slysadeildina meðal annars vegna slagsmála og ölvunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×