Innlent

Á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður á fimmtugsaldri fékk flugeld í andlitið á miðnætti í gær, þar sem hann var staddur í Garðabæ. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann sé alvarlega slasaður.

Þá fór flugeldur í rúðu á mannlausri íbúð á þriðju hæð í Grafarvogi rétt fyrir miðnætti. Rúðan brotnaði, en flugeldurinn fór ekki inn í íbúðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×