Innlent

Flugeldasalan gekk vel í Reykjavík og á Akureyri

JHH skrifar
Björgunarsveitamenn telja að flugeldasala hafi gengið nokkuð vel nú fyrir áramótin. Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að hjá flestum sveitum hafi salan verið á svipuðu róli og undanfarin ár, svo sem á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og víðar.

Minni sala hafi hins vegar verið hjá minni sveitum þar sem slæmt veður og mikil ófærð hafi sett strik í reikninginn. Á nokkrum stöðum hafi ekki tekist að hefja flugeldasöluna á réttum tíma og ófærð hafi víða hamlað almenningi í að nálgast þá. Þetta á aðallega við um sveitir á Norður- og Norðausturlandi. Þrettándasala er eftir og björgunarsveitir í þessum landshlutum treystir á að fólk í þeim bæjarfélögum muni nýta þann dag til að skjóta upp flugeldum og styrkja í leiðinni björgunarsveitina í sínu heimahéraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×