Innlent

Yfir 40 Íslendingar eru 100 ára gamlir eða eldri

Um áramótin voru 42 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri, 36 konur og 6 karlar. Þetta er heldur lægri tala en fyrir ári. Hinsvegar eru nú mjög margir 99 ára, eða 27 alls og gætu þeir náð þessum áfanga á næsta ári. Í þeim hópi eru 7 karlar. Þetta kemur fram á facebooksíðunni langlífi.

Guðríður Guðbrandsdóttir úr Dalasýslu er elst kvenna, 106 ára og sjö mánuðum betur. Gissur Ó. Erlingsson úr Norður-Múlasýslu er elstur karla, 103 ára og níu mánaða.

Fyrir áratug voru þrjátíu Íslendingar hundrað ára og eldri en fyrir hálfri öld voru þeir fimm talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×