Innlent

Réðst á lögreglu og sjúkraflutningamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögregla og sjúkraflutningamenn hugðust koma manninum til bjargar.
Lögregla og sjúkraflutningamenn hugðust koma manninum til bjargar.
Karlmaður réðst á sjúkraflutningamenn og sló lögreglukonu í Árbæjarhverfi um eittleytið í nótt. Sjúkrabíllinn hafði verið sendur í Árbæjarhverfið þar sem talið var að maður væri veikur. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn lét maðurinn til skarar skríða. Hann var umsvifalaust handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þá skarst tvítug stúlka í andliti eftir að glasi hafði verið hent í hana á veitingastað um fjögurleytið í nótt. Atvikið átti sér stað á bar við Hafnarstræti. Vitað er hver árásarmaðurinn er, hann hafði sig á brott áður en lögregla kom á staðinn. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×