Innlent

Tíu fengu fálkaorðuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá athöfninni á Bessastöðum í dag.
Frá athöfninni á Bessastöðum í dag. Mynd/ Egill.
Tíu manns fengu afhenta fálkaorðuna í dag. Þar á meðal listamenn, íþróttaþjálfarar og vísindafólk. Forsetahjónin, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousieff, voru bæði viðstödd athöfnina á Bessastöðum þegar orðurnar voru veittar.

Eftirtaldir aðilar fengu veittar orður:

1. Eggert Pétursson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar

2. Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri, Djúpuvík, riddarakross fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum

3. Helga Birna Gunnarsdóttir þroskaþjálfi, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu fatlaðs fólks, menntunar og félagsmála þroskaþjálfa

4. Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði og rannsóknir á sviði forvarna

5. Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema

6. Kristín Guðmundsdóttir íþróttakennari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til þjálfunar fatlaðra íþróttamanna

7. Kristján Eyjólfsson læknir, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði hjartalækninga og framlag til heilbrigðisvísinda

8. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar

9. Sveinn Elías Jónsson bóndi og byggingameistari, Kálfsskinni, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs og félagsmála í heimabyggð

10. Þórir Baldursson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×