Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2013 18:37 Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu." Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu."
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira