Neitar að skilgreina sig til hægri eða vinstri Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. janúar 2013 23:10 Kosningabaráttan um formannskjör í Samfylkingunni er komin á fullan skrið. Guðbjartur Hannesson gefur engan afslátt á aðildarviðræðum við ESB þegar stjórnarmyndun er annars vegar. Þá vill hann viðhalda þrepaskiptu skattkerfi og segir að aukið traust á stofnunum samfélagsins sé eitt af helstu stefnumálum sínum. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar í Reykjavík, ætlar að halda málstofur með formannsefnunum. Í dag reið Guðbjartur Hannesson á vaðið og næsta þriðjudag mun Árni Páll Árnason eiga sviðið. Guðbjartur neitar að skilgreina sig til hægri eða vinstri. Hann sagði að besti mælikvarðinn á íslenskt samfélag væru væntingar ungs fólks og hvar það vildi vinna í framtíðinni. Hann sagði sjálfstætt stefnumál að efla traust. Bæði á stofnunum samfélagsins og hinu pólitíska kerfi. Þá væri velferðin jafn mikilvæg forsenda fyrir öflugu atvinnulífi og atvinnulífið væri fyrir velferðina. Í skattamálum sagðist Guðbjartur vilja viðhalda þrepaskiptu skattkerfi hjá einstaklingum. Þá var hann spurður hvort hann gæti hugsað sér stjórnarsamstarf án aðildarviðræðna við ESB. Hann sagði það ekki í boði. Það þyrfti eitthvað mikið að gerast svo Samfylkingin gæfi afslátt af ESB-málinu.Í hnotskurn, munurinn á þér og Árna Páli? „Það er nú ekki sanngjarnt að láta mig draga upp muninn. Ég get dregið upp hvað ég stend fyrir. Ég hef lagt áherslu á þá reynslu sem ég bý yfir, bæði í sveitarstjórnarmálum og velferðarmálum, sérstaklega menntamálum til margra ára," segir Guðbjartur. Auk reynslu af velferðar- og menntamálum sagðist Guðbjartur vilja leggja áherslu á samvinnu og ólík sjónarmið. „En líka um leið mikilvægi þeirra grunngilda sem við erum stofnuð utan um, það er að segja jöfnuð og réttlæti og baráttuna fyrir almannahagsmunum í íslensku samfélagi. Þar leggjum við áherslu á að allir geti notið þess að vera hluti af samfélaginu," segir Guðbjartur. Fjallað verður um fund Árna Páls á Stöð 2 og Vísi næstkomandi þriðjudag. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Kosningabaráttan um formannskjör í Samfylkingunni er komin á fullan skrið. Guðbjartur Hannesson gefur engan afslátt á aðildarviðræðum við ESB þegar stjórnarmyndun er annars vegar. Þá vill hann viðhalda þrepaskiptu skattkerfi og segir að aukið traust á stofnunum samfélagsins sé eitt af helstu stefnumálum sínum. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar í Reykjavík, ætlar að halda málstofur með formannsefnunum. Í dag reið Guðbjartur Hannesson á vaðið og næsta þriðjudag mun Árni Páll Árnason eiga sviðið. Guðbjartur neitar að skilgreina sig til hægri eða vinstri. Hann sagði að besti mælikvarðinn á íslenskt samfélag væru væntingar ungs fólks og hvar það vildi vinna í framtíðinni. Hann sagði sjálfstætt stefnumál að efla traust. Bæði á stofnunum samfélagsins og hinu pólitíska kerfi. Þá væri velferðin jafn mikilvæg forsenda fyrir öflugu atvinnulífi og atvinnulífið væri fyrir velferðina. Í skattamálum sagðist Guðbjartur vilja viðhalda þrepaskiptu skattkerfi hjá einstaklingum. Þá var hann spurður hvort hann gæti hugsað sér stjórnarsamstarf án aðildarviðræðna við ESB. Hann sagði það ekki í boði. Það þyrfti eitthvað mikið að gerast svo Samfylkingin gæfi afslátt af ESB-málinu.Í hnotskurn, munurinn á þér og Árna Páli? „Það er nú ekki sanngjarnt að láta mig draga upp muninn. Ég get dregið upp hvað ég stend fyrir. Ég hef lagt áherslu á þá reynslu sem ég bý yfir, bæði í sveitarstjórnarmálum og velferðarmálum, sérstaklega menntamálum til margra ára," segir Guðbjartur. Auk reynslu af velferðar- og menntamálum sagðist Guðbjartur vilja leggja áherslu á samvinnu og ólík sjónarmið. „En líka um leið mikilvægi þeirra grunngilda sem við erum stofnuð utan um, það er að segja jöfnuð og réttlæti og baráttuna fyrir almannahagsmunum í íslensku samfélagi. Þar leggjum við áherslu á að allir geti notið þess að vera hluti af samfélaginu," segir Guðbjartur. Fjallað verður um fund Árna Páls á Stöð 2 og Vísi næstkomandi þriðjudag.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira