Innlent

Skaut Arnaldi og Yrsu ref fyrir rass

Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og metsöluhöfundur, skaut bæði Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur ref fyrir rass í jólabókaflóðinu. Hún seldi hátt í 20 þúsund eintök af bók sinni um einbúann Gísla á Uppsölum, tífalt fleiri en prentuð voru í upphafi.

Ingibjörg starfar sem fótaaðgerðafræðingur á daginn, er menntuð leikkona og skrifaði metsölubók síðasta árs í hjáverkum.

Hún segist alls ekki hafa búist við þeim áhuga sem bókin hefur fengið. „Ég vann þessa bók bara af mikilli hugsjón og mikilli ástríðu og gerði mitt besta. Það var aðallega það sem ég hugsaði um meðan ég var að skrifa þessa bók. Ef einhver hefði áhuga á að lesa hana væri það náttúrlega plús. Og það kom í ljós að það höfðu það ansi margir, sem ég er ósköp þakklát fyrir í dag," sagði Ingibjörg í Íslandi í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast á hlekknum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×