Innlent

Vilja ljósleiðara í Árborg

BBI skrifar
Brúin yfir Ölfusá í Árborg.
Brúin yfir Ölfusá í Árborg. Mynd/Ernir
Skorað hefur verið á Gagnaveitu Reykjavíkur að bjóða upp á ljósleiðaratengingar í sveitarfélaginu Árborg árið 2013. Á heimasíðunni ljosleidari.hopto.org er hægt að skrá sig á undirskrifatlista vegna þessa.

„Í rúmlega tvö og hálft ár hefur verið barist fyrir háhraðatengingum fyrir íbúa á Selfossi en ljóst er að mikill áhugi er fyrir slíkum tengingum í bænum. Á selfossi eru öll heimili tengd ADSL kerfinu og er það löngu úr sér gengið og býður upp á alltof miklar takmarkanir," segir í fréttatilkynningu vegna málsins.

Fam kemur einnig í fréttatilkynningunni að fjarskiptafyrirtækið Míla hefði þegar ákveðið að leggja svonefnt ljósnet á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Það þykir hins vegar ekki jafngóður kostur og ljósleiðarinn og því var undirskriftalistanum komið á fót.

Á tengingunum tveimur ku vera einhver munur og býður ljósleiðarinn upp á meiri hraða. Á tæknivefnum einstein.is segir hins vegar þetta um tengingarnar tvær: „Satt að segja myndi hinn almenni internetnotandi hugsanlega ekki finna fyrir muni á ljósleiðaratengingu annars vegar og ljósnetstengingu hins vegar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×