Fleiri fréttir Engin sprengja á Strikinu Ekkert reyndist vera sprengja í grunsamlegri tösku sem fannst við héraðsdóm Kaupmannahafnar á fimmta tímanum í dag. 11.12.2012 17:02 Gjaldskrár hækka um áramótin Gjaldskrár hjá leikskólum, frístundaheimilum og í skólamötuneytum hækka um áramótin. 11.12.2012 16:27 EVE Online kemur út í Kína - næstum því hálf milljón spila nú leikinn Í dag kemur út kínversk útgáfa EVE Online í Kína en útgáfan er liður í samstarfi íslenska fyrirtækisins CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína, við endurútgáfu og markaðssetningu leiksins fyrir Kínamarkað. 11.12.2012 15:57 Álftanesskóli fær spjaldtölvur til kennslu Álftanesskóli, A4, Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undirritað samning um skólaþróunarverkefni sem felur í sér samvinnu um eflingu kennslu, hvatningu til aukins áhuga og námsárangurs í stærðfræði í 4. og 6. bekk skólans. Í samningnum felst að skólinn kaupi allt að 60 spjaldtölvur af gerðinni LearnPad 2 frá Avantis Systems Ltd, en A4 er dreifingaraðili þeirra hér á landi. Auk þess fær skólinn m.a. 22 forrit með hverri vél, 12 rafbækur, vefstjórnargátt ásamt ráðgjöf og kennslu frá sérfræðingi. 11.12.2012 15:50 Nágrannar á Suðurnesjum ógna hvor öðrum með hnífi og hafnarboltakylfu Heiftarlegar nágrannaerjur brutust út á Suðurnesjum um helgina. Þar áttust við tveir einstaklingar sem búa sitt á hvorri hæðinni. Íbúi á neðri hæð tilkynnti lögreglu að íbúinn á efri hæðinni væri að henda rusli, sígarettustubbum og hundaskít niður í garðinn sinn. Fyrir helgi hefði hann ógnað sér með hafnarboltakylfu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sem fékk tilkynningu um málið. 11.12.2012 15:18 Sigrúnu Mjöll hefði þótt mjög vænt um þennan sjóð "Mér þykir mjög vænt um þennan sjóð, og ég held að Sigrúnu Mjöll hefði líka þótt vænt um hann. Þetta var það sem henni fannst vanta í meðferðarstarfið hér á landi - að efla skapandi verkefni unglinga sem eru í meðferð,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður og faðir Sigrúnar Mjallar, sem lést langt fyrir aldur fram af völdum fíkniefna í byrjun júní árið 2010. 11.12.2012 14:56 Guðbjartur vill skoða þak á verðbætur Hugmyndir um að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána var kynnt á fundi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, með blaðamönnum í dag. Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, hefur unnið skýrslu fyrir velferðarráðherra um málið. 11.12.2012 14:42 Brenndist illa sem barn - er nú fyrirsæta fyrir Next Stúlka sem brenndist illa í andliti og líkama þegar hún var átta ára gömul verður fyrirsæta fyrir fatarisann Next í Bretlandi. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir tækifærið,“ segir hún. 11.12.2012 13:55 Hilmar Leifsson stefnir ritstjórum DV Hilmar Leifsson hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fyrir ærumeiðandi ummæli. Ummælin birtust í grein sem birtust í helgarblaði DV, fyrstu helgina í ágúst. Hans Aðalsteinn Helgason hefur einnig stefnt blaðinu. 11.12.2012 13:33 Kíló af kannabisi fannst á heimili konu Kona var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa haft í vörslu sinni um 900 grömm af maríjúana, 370 grömm af kannabislaufi og um kíló af kannabisplöntum í febrúar í fyrra. Lögreglan fann efnin á heimili hennar í febrúar síðastliðnum. Konan játaði brot sitt. Hún hafði ekki áður gerst brotleg við lög svo vitað sé. 11.12.2012 12:50 Íslendingar borða níu milljón mandarínur um jól Hver Íslendingur borðar að meðaltali á bilinu 25 til 30 mandarínur í kringum jólin, sem gerir um níu milljónir í allt. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins. 11.12.2012 12:15 Hnúfubakar gera loðnusjómönnum erfitt fyrir Stórir hnúfubakar í tuga- eða jafnvel hundraðtali gera loðnusjómönnum erfitt fyrir við veiðarnar og virðast hátækni hvalafælur hafa lítil sem engin áhrif á þá. 11.12.2012 11:47 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar á morgun Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna verða tilkynntar í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi á morgun klukkan fimm. Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna en þau eiga uppruna sinn að rekja til Góugleðinnar, bókmenntahátíðar kvenna, sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2007 að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöfundasambands Íslands. 11.12.2012 11:39 Óheppinn búðaþjófur þurfti óvænt að greiða skattaskuld Óheppinn búðaþjófur í Greve á Sjálandi lenti í því að reiðufé sem hann var með á sér var gert upptækt af lögreglunni og sent sem greiðsla upp í ógreidda skattaskuld. 11.12.2012 10:48 Rasistamálið í Smáralind: Rannsókn enn í fullum gangi Rannsókn lögreglunnar á kynþáttaníðsmáli í Smáralind í síðustu viku er enn í fullum gangi, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Stefnt er að því að ljúka málinu innan skamms. 11.12.2012 10:07 Mandela með lungnasýkingu Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, er með sýkingu í lungum. Mandela, sem er orðinn 94 ára, var ekið með sjúkrabíl á Pretoria spítalann á laugardag. Mac Maharaj, talsmaður forsetaskrifstofunnar, segir að niðurstöður rannsókna hafi leitt til þess að sýking í lungum hefði tekið sig upp aftur. Honum hefði verið veitt meðferð og hann svaraði henni vel. 11.12.2012 10:00 Fengu góðar undirtektir í Jay Leno Of Monsters and Men flutti lagið Mountain Sound þegar hljómsveitin kom fram í hinum feykivinsæla þætti Jay Leno á NBC sjónvarpsstöðinni í gær. Góður rómur var gerður að þeim og hrósaði Leno þeim mikið eftir sönginn og hér má sjá atriðið þeirra. 11.12.2012 09:13 Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. 11.12.2012 09:00 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11.12.2012 08:15 Vill efla Fornminjasjóð í næstu fjárlögum Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill að Fornminjasjóður verði efldur í næstu fjárlögum. Ljóst sé að góðum umsóknum um styrki er varða fornleifarannsóknir hafi verið hafnað á undanförnum misserum og tiltölulega lágar fjárhæðir verið samþykktar samanborið við árin fyrir hrun. 11.12.2012 08:00 Slegist um hótelherbergi í Serbíu vegna ótta um heimsendi Slegist er um öll laus hótelherbergi í grennd við dularfullt fjall í Serbíu. Þeir sem að panta herbergin í gríð og erg telja að heimsendir sé í nánd, nánar tiltekið hann verði þann 21. desember þegar 5.125 ára gömlu dagatali Mayanna lýkur. 11.12.2012 07:08 Þroskaþjálfar óánægðir með kjör sín Þroskaþjálfar við Landspítalann bætast nú í hóp þeirra heilbrigðisstétta við spítalann, sem láta til sín heyra vegna launakjara sinna. 11.12.2012 07:05 Rektor segir spegla bæta andrúmsloftið Búið er að sækja um nýtt byggingarleyfi vegna glerveggs á austur- og vesturhlið Menntaskólans í Reykjavík. Rektor segir breytingarnar bæta aðstöðu í skólanum til muna. Leyfið var afturkallað í haust vegna óæskilegrar speglunar af veggnum. 11.12.2012 07:00 Gengið frá dómssátt í máli Strauss-Kahn og hótelþernunnar Gengið hefur verið frá dómssátt í máli Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hótelþernunnar sem sakaði hann um kynferðislega árás á sig á hóteli í New York. 11.12.2012 06:53 Saumuðu sár um borð í loðnuskipi djúpt undan Vestfjörðum Sjómaður skarst illa á fingri um borð í loðnuskipi djúpt norður af Vestfjörðum í nótt, fjarri allri læknisaðstoð. 11.12.2012 06:51 Herjólfur kominn til Vestmannaeyja Herjólfur kom til Vestmannaeyja seint í gærkvöldi, eftir að gert var við skemmdir sem urðu á skipinu í innsiglingunni í Landeyjahöfn í síðasta mánuði. 11.12.2012 06:49 Innbrot í íbúðarhús við Grettisgötu Brotist var inn í íbúðarhús við Grettisgötu á tólfta tímanum í gærkvöldi og þaðan stolið farsíma, fartölvu og fleiru. 11.12.2012 06:48 Ruby hjartaþjófur er horfin Stúlkan sem er miðpunkturinn í málaferlunum gegn Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu er horfin. 11.12.2012 06:46 Asía verður öflugri en Bandaríkin og Evrópa samanlagt Í nýrri skýrslu á vegum Leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna kemur fram að Asía verði orðin stærra heimsveldi en Bandaríkin og Evrópa samanlagt eftir tvo áratugi eða í kringum árið 2030. 11.12.2012 06:44 Fönguðu hrægamm sem Ísraelsmenn notuðu til njósna Embættismenn í Súdan segja að þau hafi náð að fanga hrægamm sem var útbúinn með ýmsum tækjabúnaði til njósna fyrir Ísraelsmenn. 11.12.2012 06:32 Ríkisstjórn Möltu fallin Ríkisstjórn Möltu féll í gærkvöldi þegar þingið felldi fjárlagafrumvarp hennar fyrir næsta ár. 11.12.2012 06:29 Segir afsögn Monti vera til að hindra endurkomu Berlusconi Afsögn Mario Monti sem forsætisráðherra Ítalíu hefur mælst illa fyrir allsstaðar í Evrópu. Tímaritið The Economist gefur í skyn að afsögnin hafi verið m.a. til að skera undan frekari framavonum Silvio Berlusconi í ítölskum stjórnmálum. 11.12.2012 06:24 Hægt er að misnota nær allan reiðbúnað Hestamenn rífast um ágæti tannröspunar og notkun méla með tunguboga. Ný rannsókn bendir til að mélin meiði. Hestamenn segja frekari rannsókna þörf. Skýrsluhöfundur vonar að mál þokist í rétta átt. Taka þurfi á undirliggjandi vanda. 11.12.2012 05:30 Fótum kippt undan bónda í djúpum skít Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. 11.12.2012 05:30 Alltof miklar framkvæmdir „Meirihlutinn sýnir gríðarlega mikla framkvæmdagleði með því að fara í framkvæmdir upp á um 700 milljónir á næsta ári,“ bókaði fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt í bæjarstjórn Grindavíkur. Sagði hann árangri sem náðst hefði með aðhaldi og óeigingjörnu vinnuframlagi starfsmanna bæjarins sýnd lítil virðing og stefnt í hættu. 11.12.2012 05:00 Áttavilltur api öðlast heimsfrægð Viðskiptavinir IKEA í Kanada ráku upp stór augu í gær þegar agnarsmár api skaut óvænt upp kollinum í búðinni. Litli prímatinn, sem er af tegundinni rhesus macaque, var klæddur í glæsilega úlpu og gekk með bleiu. 10.12.2012 23:13 AFP velur ljósmyndir ársins Fréttaritarar og ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar hafa tekið saman ljósmyndir ársins 2012. Alls eru ljósmyndirnar 99 talsins og ná þær yfir alla helstu viðburði, atvik og uppákomur ársins. 10.12.2012 22:21 Fékk bráðaofnæmi við tökur á nýju myndbandi Söngkonan Þórunn Antonía sendi í dag frá sér myndband við lagið Electrify My Heartbeat sem er að finna á nýrri hljómplötu hennar, Star Crossed. 10.12.2012 21:31 Samkynhneigðir í Washington ganga í það heilaga Hjónabönd samkynhneigðra eru loks lögleg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Á fimmtudaginn síðastliðinn sóttu hátt í 1.000 pör um sérstakt leyfi til að ganga í það heilaga. Það var síðan í gær sem fyrirvarinn rann út og rúmlega 140 hjónavígslur fóru þá fram. 10.12.2012 21:16 Kröfðust jöfnunar kynjahlutfalla Um fjörutíu vaskar stúlkur frá Vífilsskóla í Garðabæ sóttu íþróttafréttamenn fréttastofunnar heim í dag og báðu þá um að leggja sig fram við að jafna hlutföll kynjanna í umfjöllun sinni. Þeir lofa bótum en hópurinn áætlar að hafa aftur samband ef hann sér ekki árangur. 10.12.2012 20:04 Þriðjungur Drangsnesinga að missa vinnuna Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast nú upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, 10.12.2012 19:49 Ríkið heggur ekki á hnútinn Allar hugmyndir um björgun hjúkrunarheimilsins Eirar, sem fela í sér að ríkið leggi til peninga, hafa verið slegnar út af borðinni. Búist er við átökum á fulltrúaráðsfundi sem haldinn verður á föstudag. 10.12.2012 19:49 Dómari byrsti sig við saksóknara Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í Vafningsmáli sérstaks saksóknara, brýndi raustina verulega í samtali við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson í andsvararæðu þess síðarnefnda undir lok málflutnings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.12.2012 17:46 Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg "Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga,“ sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. 10.12.2012 17:07 Höndin fór í færibandið Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Vísi í Grindavík lenti með hægri höndina í færibandi á laugardag. Fiskur hafði safnast upp við enda færibandsins og ætlaði starfsmaðurinn að ýta honum frá með þeim afleiðingum að hönd viðkomandi klemmdist milli pappaspjalds og rennu á bandinu. Í fyrstu var talið að starfsmaðurinn hefði handarbrotnað og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar kom í ljós að höndin var óbrotin en mikið marin. 10.12.2012 16:53 Sjá næstu 50 fréttir
Engin sprengja á Strikinu Ekkert reyndist vera sprengja í grunsamlegri tösku sem fannst við héraðsdóm Kaupmannahafnar á fimmta tímanum í dag. 11.12.2012 17:02
Gjaldskrár hækka um áramótin Gjaldskrár hjá leikskólum, frístundaheimilum og í skólamötuneytum hækka um áramótin. 11.12.2012 16:27
EVE Online kemur út í Kína - næstum því hálf milljón spila nú leikinn Í dag kemur út kínversk útgáfa EVE Online í Kína en útgáfan er liður í samstarfi íslenska fyrirtækisins CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína, við endurútgáfu og markaðssetningu leiksins fyrir Kínamarkað. 11.12.2012 15:57
Álftanesskóli fær spjaldtölvur til kennslu Álftanesskóli, A4, Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undirritað samning um skólaþróunarverkefni sem felur í sér samvinnu um eflingu kennslu, hvatningu til aukins áhuga og námsárangurs í stærðfræði í 4. og 6. bekk skólans. Í samningnum felst að skólinn kaupi allt að 60 spjaldtölvur af gerðinni LearnPad 2 frá Avantis Systems Ltd, en A4 er dreifingaraðili þeirra hér á landi. Auk þess fær skólinn m.a. 22 forrit með hverri vél, 12 rafbækur, vefstjórnargátt ásamt ráðgjöf og kennslu frá sérfræðingi. 11.12.2012 15:50
Nágrannar á Suðurnesjum ógna hvor öðrum með hnífi og hafnarboltakylfu Heiftarlegar nágrannaerjur brutust út á Suðurnesjum um helgina. Þar áttust við tveir einstaklingar sem búa sitt á hvorri hæðinni. Íbúi á neðri hæð tilkynnti lögreglu að íbúinn á efri hæðinni væri að henda rusli, sígarettustubbum og hundaskít niður í garðinn sinn. Fyrir helgi hefði hann ógnað sér með hafnarboltakylfu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sem fékk tilkynningu um málið. 11.12.2012 15:18
Sigrúnu Mjöll hefði þótt mjög vænt um þennan sjóð "Mér þykir mjög vænt um þennan sjóð, og ég held að Sigrúnu Mjöll hefði líka þótt vænt um hann. Þetta var það sem henni fannst vanta í meðferðarstarfið hér á landi - að efla skapandi verkefni unglinga sem eru í meðferð,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður og faðir Sigrúnar Mjallar, sem lést langt fyrir aldur fram af völdum fíkniefna í byrjun júní árið 2010. 11.12.2012 14:56
Guðbjartur vill skoða þak á verðbætur Hugmyndir um að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána var kynnt á fundi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, með blaðamönnum í dag. Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, hefur unnið skýrslu fyrir velferðarráðherra um málið. 11.12.2012 14:42
Brenndist illa sem barn - er nú fyrirsæta fyrir Next Stúlka sem brenndist illa í andliti og líkama þegar hún var átta ára gömul verður fyrirsæta fyrir fatarisann Next í Bretlandi. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir tækifærið,“ segir hún. 11.12.2012 13:55
Hilmar Leifsson stefnir ritstjórum DV Hilmar Leifsson hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fyrir ærumeiðandi ummæli. Ummælin birtust í grein sem birtust í helgarblaði DV, fyrstu helgina í ágúst. Hans Aðalsteinn Helgason hefur einnig stefnt blaðinu. 11.12.2012 13:33
Kíló af kannabisi fannst á heimili konu Kona var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa haft í vörslu sinni um 900 grömm af maríjúana, 370 grömm af kannabislaufi og um kíló af kannabisplöntum í febrúar í fyrra. Lögreglan fann efnin á heimili hennar í febrúar síðastliðnum. Konan játaði brot sitt. Hún hafði ekki áður gerst brotleg við lög svo vitað sé. 11.12.2012 12:50
Íslendingar borða níu milljón mandarínur um jól Hver Íslendingur borðar að meðaltali á bilinu 25 til 30 mandarínur í kringum jólin, sem gerir um níu milljónir í allt. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins. 11.12.2012 12:15
Hnúfubakar gera loðnusjómönnum erfitt fyrir Stórir hnúfubakar í tuga- eða jafnvel hundraðtali gera loðnusjómönnum erfitt fyrir við veiðarnar og virðast hátækni hvalafælur hafa lítil sem engin áhrif á þá. 11.12.2012 11:47
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar á morgun Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna verða tilkynntar í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi á morgun klukkan fimm. Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna en þau eiga uppruna sinn að rekja til Góugleðinnar, bókmenntahátíðar kvenna, sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2007 að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöfundasambands Íslands. 11.12.2012 11:39
Óheppinn búðaþjófur þurfti óvænt að greiða skattaskuld Óheppinn búðaþjófur í Greve á Sjálandi lenti í því að reiðufé sem hann var með á sér var gert upptækt af lögreglunni og sent sem greiðsla upp í ógreidda skattaskuld. 11.12.2012 10:48
Rasistamálið í Smáralind: Rannsókn enn í fullum gangi Rannsókn lögreglunnar á kynþáttaníðsmáli í Smáralind í síðustu viku er enn í fullum gangi, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Stefnt er að því að ljúka málinu innan skamms. 11.12.2012 10:07
Mandela með lungnasýkingu Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, er með sýkingu í lungum. Mandela, sem er orðinn 94 ára, var ekið með sjúkrabíl á Pretoria spítalann á laugardag. Mac Maharaj, talsmaður forsetaskrifstofunnar, segir að niðurstöður rannsókna hafi leitt til þess að sýking í lungum hefði tekið sig upp aftur. Honum hefði verið veitt meðferð og hann svaraði henni vel. 11.12.2012 10:00
Fengu góðar undirtektir í Jay Leno Of Monsters and Men flutti lagið Mountain Sound þegar hljómsveitin kom fram í hinum feykivinsæla þætti Jay Leno á NBC sjónvarpsstöðinni í gær. Góður rómur var gerður að þeim og hrósaði Leno þeim mikið eftir sönginn og hér má sjá atriðið þeirra. 11.12.2012 09:13
Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. 11.12.2012 09:00
Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11.12.2012 08:15
Vill efla Fornminjasjóð í næstu fjárlögum Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill að Fornminjasjóður verði efldur í næstu fjárlögum. Ljóst sé að góðum umsóknum um styrki er varða fornleifarannsóknir hafi verið hafnað á undanförnum misserum og tiltölulega lágar fjárhæðir verið samþykktar samanborið við árin fyrir hrun. 11.12.2012 08:00
Slegist um hótelherbergi í Serbíu vegna ótta um heimsendi Slegist er um öll laus hótelherbergi í grennd við dularfullt fjall í Serbíu. Þeir sem að panta herbergin í gríð og erg telja að heimsendir sé í nánd, nánar tiltekið hann verði þann 21. desember þegar 5.125 ára gömlu dagatali Mayanna lýkur. 11.12.2012 07:08
Þroskaþjálfar óánægðir með kjör sín Þroskaþjálfar við Landspítalann bætast nú í hóp þeirra heilbrigðisstétta við spítalann, sem láta til sín heyra vegna launakjara sinna. 11.12.2012 07:05
Rektor segir spegla bæta andrúmsloftið Búið er að sækja um nýtt byggingarleyfi vegna glerveggs á austur- og vesturhlið Menntaskólans í Reykjavík. Rektor segir breytingarnar bæta aðstöðu í skólanum til muna. Leyfið var afturkallað í haust vegna óæskilegrar speglunar af veggnum. 11.12.2012 07:00
Gengið frá dómssátt í máli Strauss-Kahn og hótelþernunnar Gengið hefur verið frá dómssátt í máli Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hótelþernunnar sem sakaði hann um kynferðislega árás á sig á hóteli í New York. 11.12.2012 06:53
Saumuðu sár um borð í loðnuskipi djúpt undan Vestfjörðum Sjómaður skarst illa á fingri um borð í loðnuskipi djúpt norður af Vestfjörðum í nótt, fjarri allri læknisaðstoð. 11.12.2012 06:51
Herjólfur kominn til Vestmannaeyja Herjólfur kom til Vestmannaeyja seint í gærkvöldi, eftir að gert var við skemmdir sem urðu á skipinu í innsiglingunni í Landeyjahöfn í síðasta mánuði. 11.12.2012 06:49
Innbrot í íbúðarhús við Grettisgötu Brotist var inn í íbúðarhús við Grettisgötu á tólfta tímanum í gærkvöldi og þaðan stolið farsíma, fartölvu og fleiru. 11.12.2012 06:48
Ruby hjartaþjófur er horfin Stúlkan sem er miðpunkturinn í málaferlunum gegn Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu er horfin. 11.12.2012 06:46
Asía verður öflugri en Bandaríkin og Evrópa samanlagt Í nýrri skýrslu á vegum Leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna kemur fram að Asía verði orðin stærra heimsveldi en Bandaríkin og Evrópa samanlagt eftir tvo áratugi eða í kringum árið 2030. 11.12.2012 06:44
Fönguðu hrægamm sem Ísraelsmenn notuðu til njósna Embættismenn í Súdan segja að þau hafi náð að fanga hrægamm sem var útbúinn með ýmsum tækjabúnaði til njósna fyrir Ísraelsmenn. 11.12.2012 06:32
Ríkisstjórn Möltu fallin Ríkisstjórn Möltu féll í gærkvöldi þegar þingið felldi fjárlagafrumvarp hennar fyrir næsta ár. 11.12.2012 06:29
Segir afsögn Monti vera til að hindra endurkomu Berlusconi Afsögn Mario Monti sem forsætisráðherra Ítalíu hefur mælst illa fyrir allsstaðar í Evrópu. Tímaritið The Economist gefur í skyn að afsögnin hafi verið m.a. til að skera undan frekari framavonum Silvio Berlusconi í ítölskum stjórnmálum. 11.12.2012 06:24
Hægt er að misnota nær allan reiðbúnað Hestamenn rífast um ágæti tannröspunar og notkun méla með tunguboga. Ný rannsókn bendir til að mélin meiði. Hestamenn segja frekari rannsókna þörf. Skýrsluhöfundur vonar að mál þokist í rétta átt. Taka þurfi á undirliggjandi vanda. 11.12.2012 05:30
Fótum kippt undan bónda í djúpum skít Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. 11.12.2012 05:30
Alltof miklar framkvæmdir „Meirihlutinn sýnir gríðarlega mikla framkvæmdagleði með því að fara í framkvæmdir upp á um 700 milljónir á næsta ári,“ bókaði fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt í bæjarstjórn Grindavíkur. Sagði hann árangri sem náðst hefði með aðhaldi og óeigingjörnu vinnuframlagi starfsmanna bæjarins sýnd lítil virðing og stefnt í hættu. 11.12.2012 05:00
Áttavilltur api öðlast heimsfrægð Viðskiptavinir IKEA í Kanada ráku upp stór augu í gær þegar agnarsmár api skaut óvænt upp kollinum í búðinni. Litli prímatinn, sem er af tegundinni rhesus macaque, var klæddur í glæsilega úlpu og gekk með bleiu. 10.12.2012 23:13
AFP velur ljósmyndir ársins Fréttaritarar og ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar hafa tekið saman ljósmyndir ársins 2012. Alls eru ljósmyndirnar 99 talsins og ná þær yfir alla helstu viðburði, atvik og uppákomur ársins. 10.12.2012 22:21
Fékk bráðaofnæmi við tökur á nýju myndbandi Söngkonan Þórunn Antonía sendi í dag frá sér myndband við lagið Electrify My Heartbeat sem er að finna á nýrri hljómplötu hennar, Star Crossed. 10.12.2012 21:31
Samkynhneigðir í Washington ganga í það heilaga Hjónabönd samkynhneigðra eru loks lögleg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Á fimmtudaginn síðastliðinn sóttu hátt í 1.000 pör um sérstakt leyfi til að ganga í það heilaga. Það var síðan í gær sem fyrirvarinn rann út og rúmlega 140 hjónavígslur fóru þá fram. 10.12.2012 21:16
Kröfðust jöfnunar kynjahlutfalla Um fjörutíu vaskar stúlkur frá Vífilsskóla í Garðabæ sóttu íþróttafréttamenn fréttastofunnar heim í dag og báðu þá um að leggja sig fram við að jafna hlutföll kynjanna í umfjöllun sinni. Þeir lofa bótum en hópurinn áætlar að hafa aftur samband ef hann sér ekki árangur. 10.12.2012 20:04
Þriðjungur Drangsnesinga að missa vinnuna Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast nú upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, 10.12.2012 19:49
Ríkið heggur ekki á hnútinn Allar hugmyndir um björgun hjúkrunarheimilsins Eirar, sem fela í sér að ríkið leggi til peninga, hafa verið slegnar út af borðinni. Búist er við átökum á fulltrúaráðsfundi sem haldinn verður á föstudag. 10.12.2012 19:49
Dómari byrsti sig við saksóknara Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í Vafningsmáli sérstaks saksóknara, brýndi raustina verulega í samtali við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson í andsvararæðu þess síðarnefnda undir lok málflutnings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.12.2012 17:46
Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg "Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga,“ sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. 10.12.2012 17:07
Höndin fór í færibandið Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Vísi í Grindavík lenti með hægri höndina í færibandi á laugardag. Fiskur hafði safnast upp við enda færibandsins og ætlaði starfsmaðurinn að ýta honum frá með þeim afleiðingum að hönd viðkomandi klemmdist milli pappaspjalds og rennu á bandinu. Í fyrstu var talið að starfsmaðurinn hefði handarbrotnað og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar kom í ljós að höndin var óbrotin en mikið marin. 10.12.2012 16:53