Fótum kippt undan bónda í djúpum skít 11. desember 2012 05:30 „Þú sérð alltaf einhverja drulluklepra á kúm,“ segir bóndinn á Brúarreykjum sem kveður slæmt ástand í fjósi hans að morgni 8. nóvember síðastliðins hafa verið einsdæmi. Mynd/Matvælastofnun Íslands. Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent