Innlent

Innbrot í íbúðarhús við Grettisgötu

Brotist var inn í íbúðarhús við Grettisgötu á tólfta tímanum í gærkvöldi og þaðan stolið farsíma, fartölvu og fleiru.

Nokkru síðar hafði lögreglan afskipti af manni, sem grunaður var um verknaðinn, þar sem hann var staddur á bar og í mjög slæmu ástandi, eins og segir í skeyti lögreglunnar.

Ekki þótti hættandi á að vista hann strax í fangageymslu, heldur fór lögreglan fyrst með hann á slysadeild, þar sem hann naut aðhlynningar áður en hann var fluttur í fangageymslu til að sofa úr sér.

Þýfið kom í leitirnar og var því komið til eigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×