Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2012 08:15 Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. Þetta hefur Teknisk Ukeblad eftir blaðafulltrúa Olíustofnunar Noregs. Pólitískur ráðgjafi olíu- og orkumálaráðherra Noregs staðfestir að undirbúningur sé hafinn að því að tilnefna hluta af Svalbarða á heimsminjaskrá UNESCO. Í þeirri vinnu sé eðlilegt að kanna hvort Svalbarði geti nýst í tengslum við olíuiðnað í Barentshafi, til dæmis sem þjónustumiðstöð. Nýjar áætlanir um náttúruverndarsvæði á Austur-Svalbarða hafa verið sendar út til umsagnar og í norskum fjölmiðlum koma fram áhyggjur um að möguleikar til atvinnustarfsemi verði þrengdir enn frekar. Haft er eftir Johan Petter Barlindhaug, prófessor við Norðurslóðasetrið í Bodø og stjórnarformanni North Energy, olíufélags Norður-Noregs, að friðlýsing hafsvæðanna austan Svalbarða stríddi gegn mikilvægum landfræðilegum og efnahagslegum hagsmunum Noregs. Svalbarði er þegar orðinn mikilvæg þjónustumiðstöð málmleitar á Norður-Grænlandi. Námafyrirtæki nýta flugvöllinn við Longyearbyen til að flytja starfsmenn og vistir til Citronen-fjarðar á Peary-landi, en þar er verið að undirbúa zink-vinnslu. Þá gæti Svalbarði hugsanlega einnig nýst sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Austur-Grænland og þannig keppt við Ísland um slíkt hlutverk. Bæði Norðmenn og Rússar starfrækja enn kolanámur á Svalbarða en þar hafa margar þjóðir komið að kolavinnslu í meira en öld. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. Þetta hefur Teknisk Ukeblad eftir blaðafulltrúa Olíustofnunar Noregs. Pólitískur ráðgjafi olíu- og orkumálaráðherra Noregs staðfestir að undirbúningur sé hafinn að því að tilnefna hluta af Svalbarða á heimsminjaskrá UNESCO. Í þeirri vinnu sé eðlilegt að kanna hvort Svalbarði geti nýst í tengslum við olíuiðnað í Barentshafi, til dæmis sem þjónustumiðstöð. Nýjar áætlanir um náttúruverndarsvæði á Austur-Svalbarða hafa verið sendar út til umsagnar og í norskum fjölmiðlum koma fram áhyggjur um að möguleikar til atvinnustarfsemi verði þrengdir enn frekar. Haft er eftir Johan Petter Barlindhaug, prófessor við Norðurslóðasetrið í Bodø og stjórnarformanni North Energy, olíufélags Norður-Noregs, að friðlýsing hafsvæðanna austan Svalbarða stríddi gegn mikilvægum landfræðilegum og efnahagslegum hagsmunum Noregs. Svalbarði er þegar orðinn mikilvæg þjónustumiðstöð málmleitar á Norður-Grænlandi. Námafyrirtæki nýta flugvöllinn við Longyearbyen til að flytja starfsmenn og vistir til Citronen-fjarðar á Peary-landi, en þar er verið að undirbúa zink-vinnslu. Þá gæti Svalbarði hugsanlega einnig nýst sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar við Austur-Grænland og þannig keppt við Ísland um slíkt hlutverk. Bæði Norðmenn og Rússar starfrækja enn kolanámur á Svalbarða en þar hafa margar þjóðir komið að kolavinnslu í meira en öld.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira