Innlent

Alltof miklar framkvæmdir

Bærinn framkvæmir fyrir 700 milljónir.
Bærinn framkvæmir fyrir 700 milljónir.
„Meirihlutinn sýnir gríðarlega mikla framkvæmdagleði með því að fara í framkvæmdir upp á um 700 milljónir á næsta ári,“ bókaði fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt í bæjarstjórn Grindavíkur. Sagði hann árangri sem náðst hefði með aðhaldi og óeigingjörnu vinnuframlagi starfsmanna bæjarins sýnd lítil virðing og stefnt í hættu.

Bæjarfulltrúar listanna þriggja í meirihlutanum sögðu allar framkvæmdirnar snúa að því að bæta aðstöðu fyrir starfsfólk bæjarins og samnýta starfsfólkið betur svo veita mætti bæjarbúum betri þjónustu.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×