Innlent

Saumuðu sár um borð í loðnuskipi djúpt undan Vestfjörðum

Sjómaður skarst illa á fingri um borð í loðnuskipi djúpt norður af Vestfjörðum í nótt, fjarri allri læknisaðstoð.

Félagar hans gripu til eigin ráða, komust í samband við lækni í gegn um vaktstöð siglinga og Gæsluna. Síðan saumuðu þeir skurðinn saman, samkvæmt tilsögn læknisins, þáðu ráðleggingar um lyfjagjöf, og snéru sér svo aftur að veiðunum.

Læknir mun svo væntanlega taka saumana úr honum, næst þegar komið verður í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×