Innlent

Kíló af kannabisi fannst á heimili konu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan upprætir kannabisverksmiðju.
Lögreglan upprætir kannabisverksmiðju.
Kona um þrítugt var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa haft í vörslu sinni um 900 grömm af maríjúana, 370 grömm af kannabislaufi og um kíló af kannabisplöntum í febrúar í fyrra. Lögreglan fann efnin á heimili hennar í febrúar síðastliðnum. Konan játaði brot sitt. Hún hafði ekki áður gerst brotleg við lög svo vitað sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×