Innlent

Árni Páll útilokar ekki samstarf við neinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll tilkynnti um formannsframboð í dag.
Árni Páll tilkynnti um formannsframboð í dag.
Árni Páll Árnason, sem lýsti yfir framboði í formann Samfylkingarinnar í dag, segist ekki vilja útiloka ríkisstjórnarsamstarf með neinum flokki eftir næstu kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og fráfarandi formaður hafði hins vegar áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fá frí áfram frá ríkisstjórn.

„Ég held að það skipti miklu máli að Samfylkingin nái að mynda ríkisstjórn sem tryggir framgang stefnumála Samfylkingarinnar og til þess getur hún ekki fyrirfram útilokað einhverja samstarfskosti," segir Árni Páll í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef við segjumst ekki geta unnið með einhverjum einum flokki þá leggjum við allt okkar í hendur annarra flokka. Þeir ráða því þá hvaða stefnumálum Samfylkingarinnar þeir vilja veita brautargengi," segir Árni Páll.

Árni Páll segir að Samfylkingin vilji vera stærsti flokkur landsins og Samfylkingarmenn verði þá að ætla öðrum að vilja koma í stjórnarsamstarf við sig. Hann segist þó almennt hafa hneigst til vinstri samstarfs og hafi til að mynda greitt atkvæði gegn stjórnarmyndum með Sjálfstæðisflokki 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×