Árni Páll Árnason gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar 3. október 2012 14:49 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum núna eftir hádegi. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild. Ágætu félagar. Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar. Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið. Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hættan af haftabúskap, einokunarveldi og einhæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlendis. Samt er flest í stjórnmálunum ennþá eins og ekkert hafi gerst og ekkert muni breytast. Það hefur verið hlutverk Samfylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki. Þegar Samfylkingin var stofnuð árið 2000 rættist áratugagamall draumur fólks á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Þau sem að því komu vonuðu að þessi flokkur yrði fær um að setja mark sitt á samfélagsþróunina og leiða ríkisstjórn. Engan óraði fyrir að þegar flokkurinn fengi stjórnarforystu í fyrsta sinn yrði verkefnið jafn óvenjulegt og raun ber vitni. Samfylkingin er ofin úr mörgum þráðum hefðbundinnar jafnaðarstefnu, kvenfrelsis, verkalýðshreyfingar, umhverfisverndar og athafnafrelsis. Hún er líka flokkur stjórnfestu og samtaks á forsendum almannahagsmuna. Framundan er að leysa úr læðingi og virkja til fulls þessa fjölbreyttu krafta sem búa í flokknum og þeim breiða hópi fólks sem vill styðja hann. Þeir munu nýtast til nýs átaks sem skili samfélagssýn jafnaðarmanna áfram til íslensks samfélags og nýrra kynslóða. Formaður Samfylkingarinnar á að virða og virkja þennan fjölbreytileika og styðja við hann í starfi sínu. Mikil verkefni bíða. Þeim þarf að mæta af elju og æðruleysi. Það er sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að veita forystu og vísa veginn fram á við. Það er okkar að kalla saman ólík öfl á forsendum almannahagsmuna, byggja brýr milli andstæðra fylkinga og feta þá leið sem er fær. Þess væntir þjóðin af burðarflokki í stjórnmálum. Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin. Árni Páll Árnason. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum núna eftir hádegi. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild. Ágætu félagar. Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar. Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið. Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hættan af haftabúskap, einokunarveldi og einhæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlendis. Samt er flest í stjórnmálunum ennþá eins og ekkert hafi gerst og ekkert muni breytast. Það hefur verið hlutverk Samfylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki. Þegar Samfylkingin var stofnuð árið 2000 rættist áratugagamall draumur fólks á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Þau sem að því komu vonuðu að þessi flokkur yrði fær um að setja mark sitt á samfélagsþróunina og leiða ríkisstjórn. Engan óraði fyrir að þegar flokkurinn fengi stjórnarforystu í fyrsta sinn yrði verkefnið jafn óvenjulegt og raun ber vitni. Samfylkingin er ofin úr mörgum þráðum hefðbundinnar jafnaðarstefnu, kvenfrelsis, verkalýðshreyfingar, umhverfisverndar og athafnafrelsis. Hún er líka flokkur stjórnfestu og samtaks á forsendum almannahagsmuna. Framundan er að leysa úr læðingi og virkja til fulls þessa fjölbreyttu krafta sem búa í flokknum og þeim breiða hópi fólks sem vill styðja hann. Þeir munu nýtast til nýs átaks sem skili samfélagssýn jafnaðarmanna áfram til íslensks samfélags og nýrra kynslóða. Formaður Samfylkingarinnar á að virða og virkja þennan fjölbreytileika og styðja við hann í starfi sínu. Mikil verkefni bíða. Þeim þarf að mæta af elju og æðruleysi. Það er sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að veita forystu og vísa veginn fram á við. Það er okkar að kalla saman ólík öfl á forsendum almannahagsmuna, byggja brýr milli andstæðra fylkinga og feta þá leið sem er fær. Þess væntir þjóðin af burðarflokki í stjórnmálum. Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin. Árni Páll Árnason.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira