Fleiri fréttir

Hótaði starfsmanni með sprautunál

Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir rán sem hann framdi í verslun N1 við Stórahjalla í Kópavogi í árslok 2010. Maðurinn hafði hulið andlit sitt og var vopnaður sprautunál sem hann hótaði starfsmanni verslunarinnar með. Þegar starfsmaðurinn varð ekki við ósk mannsins um að hann afhenti sér peninga stökk hann yfir afgreiðsluborðið og tók talsvert magn af peningum úr peningaskúffu sem stóð opin á borði í afgreiðslunni, eða því sem nemur 142.000 krónum. Málið var þingfest í Hérðasdómi Reykjarness í dag.

Samþykkja að auka aðgang íbúa að fjárhagsupplýsingum

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið aðgengi íbúa að fjármálum borgarinnar á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Samkvæmt tillögunni verða upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Borgarráði verður falið að skipa starfshóp til að vinna að málinu og skila tillögum um hvernig staðið verði að slíku verkefni fyrir 15. mars næstkomandi.

Ys og þys við lokun Europris

Viðbrögðin við rýmingarsölu Europris verslananna létu ekki á sér standa en framkvæmdastjórinn Matthías Sigurðsson sagði í samtali við Vísi rétt í þessu að sala gengi vonum framar og það væri sannarlega nóg að gera. En eins og greint var frá í morgun fengu allir starfsmenn Europris uppsagnarbréf um mánaðarmótin og verður verslununum lokað af afstöðnum rýmingarsölum sem hófust í dag. Sjálfur sagði Matthías það blendna tilfinningu að segja skilið við reksturinn enda hefði hann byggt upp þetta verkefni í tíu ár og sárt að þessi staða hefði þurft að koma upp. ,,Það á svo alveg eftir að koma í ljós hvað ég fer að gera næst, nú gengur bara fyrir að klára þetta verkefni." Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson, segist nú þegar vera í góðum samskiptum við starfsfólk Europris, sem situr nú eftir atvinnulaust. Stefán telur þetta jafnframt vera mikið áfall fyrir alla. ,,Það er ákaflega erfitt að setja sig í spor þeirra sem misstu vinnuna svo snögglega. Við höfum fylgst náið með gangi mála en til stendur að funda með starfsfólkinu þar sem farið verður yfir stöðuna. Eins munum við aðstoða starfsfólkið við alla faglega ráðgjöf og tryggja að meðferð mála þeirra sé réttmæt. Við munum vísa til ráðgjafa, náms og vinnumálastofnana og tryggja að fólkið komist aftur til starfa sem og fái alla ráðgjöf varðandi atvinnuleysisbætur og slíkt. Þannig reynum við að stýra fólki í gegn með markvissum hætti og koma í vef fyrir óþarfa skakkaföll. Álagið er nóg nú þegar."

Slasaðist á leiðinni til læknis - ríkið ber skaðabótaábyrgð

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konu á sjötugsaldri í vil í morgun en hún höfðaði mál gegn Ríkissjóði Íslands eftir að hún rann til í bleytu á Landspítalanum við Hringbraut árið 2008. Konan var á leiðinni í læknismeðferð þegar hún rann til. Ekki greint á um meiðsl konunnar, sem hlaut samfallsbrot um miðbik brjósthryggjar og féllu tveir hryggjarliðir saman. Konan var lögð inn á spítalann til verkjastillingar og þar lá hún í sex daga.

Réðst á tvo lögreglumenn sömu nóttina

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn. Annar maðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réðst á lögreglumann við lögreglustöðinni á Selfossi og veitti honum ítrekuð hnefahögg í andlit og höfuð. Við atlöguna nefbrotnaði lögreglumaðurinn, hlaut bólgu og mar á vinstra eyra og kúlu hægra megin á hnakka. Seinna sömu nótt réðst maðurinn aftur að öðrum lögreglumanni sem sinnti skyldustörfum í fangaklefanum þar sem maðurinn var vistaður og veittist að honum, meðal annars með hnefahöggi og hnéspörkum í andlit lögreglumanns. Seinni ákæran beinist að karlmanni á fertugsaldri en hann veittist að lögreglumönnum á heimili sínu í Hafnafirði snemma á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa haft í hótunum við lögreglumennina og gripið í fingur hægri handar annars lögreglumannsins, haldið fast og rykkt hendinni ítrekað til, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut tognun á vísifingri og löngutöng hægri handar.

Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki

"Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað,“ segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um minnisblað sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaðinu eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt.

Ekið á litla stúlku

Ekið var á litla stúlku á gatnamótum við Kalmannsbraut á Akranesi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi þá slasaðist stúlkan lítið, og mun betur fór en á horfði í upphafi.

Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir

Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana.

Sóley: "Jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi“

"Ég er alfarið á móti því að við seljum innviði grunnþjónustunnar, þetta er jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, en eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur.

Hjólhýsi fauk á hliðina

Nokkur umferðarteppa hefur myndast á Kjalarnesinu en þar fauk hjólhýsi á hliðina fyrir stundu. Myndatökumaður á vegum fréttastofu var á staðnum og tók myndir af eiganda og öðrum sem náðu að rétta hjólhýsið af.

Lítill stuðningur við mannvirkjagerð á hálendinu

Rúmur þriðjungur almennings er andvígur fyrirhugaðri háspennulínu Landsnets yfir hálendið um Sprengisand, en nokkru færri, eða 28,6%, eru henni fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Landvernd.

Heil búslóð á opnu svæði við Gálgaklett

Það má finna heila búslóð á opnu svæði við Gálgaklett á Suðurnesjum. Samkvæmt frétt á vef Víkurfrétta má þar finna ísskáp, sjónvarp, rúm og jafnvel eldhúsinnréttingar. Semsagt heila búslóð með öllu sem til þarf, og fleira.

Iceland Express stundvísasta flugfélagið

Af þeim fjögur hundruð og sjö ferðum sem farnar voru til útlanda frá Keflavíkurflugvelli seinni hluta september seinkaði aðeins tuttugu og fjórum. Þetta þýðir að níutíu og sjö prósent brottfara frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði fóru í loftið á réttum tíma.

Björk gefur kost á sér

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og félagsráðgjafi mun gefa kost á sér í 3.-4. sæti í væntanlegu forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, vegna Alþingiskosninga 2013.

Óvíst með niðurstöðu þingkosninga í Georgíu

Stjórnarandstæðingar í Georgíu og leiðtogi þeirra, auðkýfingurinn Bidsína Ivanishvíli, hafa lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í gær. Þingflokkur Saakashvíli, Georgíuforseta, hefur gert slíkt hið saman.

Einkaþjónn páfa fyrir rétt

Réttarhöld yfir einkaþjóni Benedikts Páfa sextánda hefjast í Páfagarði í dag. Hann er sakaður um að hafa komið trúnaðarupplsýningum til blaðamanns en sá hinn sami skrifaði ítarlega bók um spillingu í Páfagarðti.

Íhuga að kæra J.K. Rowling

Trúarhópur Síka í Bretlandi íhugar að kæra J.K. Rowling, höfund bókaraðarinnar um Harry Potter. Síkar halda því fram að Rowling hafi farið ófögrum orðum um unga Síka-stúlku í nýjustu bók sinni, The Casual Vacancy, og að rithöfundurinn hafi móðgað trú Síka.

Brutust inn í tölvukerfi Hvíta hússins

Tölvuþrjótar réðust á eitt af tölvukerfum Hvíta hússins í gær. Samkvæmt talsmanni Bandaríkjaforseta komust tölvurefirnir ekki yfir leynileg gögn eins og fyrst fregnir gáfu til kynna.

Ný uppgötvuð halastjarna gæti orðið sú bjartasta í sögunni

Það voru rússneskir stjörnufræðingar sem uppgötvuðu halastjörnuna í síðastliðnum mánuði. Í kjölfarið hlaut hún nafnið 2012 S1. Hún var þá í um 90 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðinni eða mitt á milli Satúrnús og Júpíter.

Jarðskjálfti við Japan

Öflugur jarðskjálfti, að stærðinni sex komma tveir, varð í gærkvöld um hundrað kílómetra norðaustur af Japan. Upptök skjálftans voru á tæplega tíu kílómetra dýpi undir hafsbotni.

Umferð dróst saman um 2.3 prósent

Umferð um 16 mælingastöðvar Vegagerðarinnar á hringveginum dróst saman um 2,3 prósent frá sama mánuði í fyrra og nemur samdrátturinn það sem af er árinu 0,4 prósentum.

Hafþór þriðji sterkasti maður heims

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson var úrskurðaður þriðji sterkasti maður heims í keppni um titilinn, sem lauk í Los Angeles í gærkvöldi. Tveir litháar skiptu með sér efstu sætunum og bandaríkjamaður varð í fjórða sæti. Hafþór er á ótvíræðri uppleið, því hann var í sjötta sæti í fyrra.

Jarðskjálfti upp á 3.8 við Kolbeinsey

Jarðskjálfti upp á 3,8 stig varð um 260 kílómetra norður af Kolbeinsey laust fyrir hádegi í gær, sem er snarpasti skjálfti sem mælst hefur hér við land um nokkurt skeið.

Ikea fjarlægir konur úr kynningarbæklingi

IKEA sætir nú gagnrýni eftir að fyrirtækið eyddi öllum konum úr kynningabæklingi sínum í Sádí-Arabíu.Það var sænski fréttamiðillinn Metro sem greindi frá þessu í gær. Í umfjöllun blaðsins mátti sjá ljósmyndir úr bæklingi IKEA þar sem allar konur höfðu verið fjarlægðar með hjálp myndvinnsluforrita.

Heitavatnslaust í Grafarvogi

Heitavatnslaust hefur verið í Hamrahverfi og hluta Húsa- og Foldahverfa í Grafarvogi frá klukkan átta og verður svo fram á kvöld vegna viðgerðar á hitavatnslögn.

Adele flytur titillag James Bond

Breska stórsöngkonan Adele mun syngja titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond.

Hátt í 40 látnir eftir ferjuslys

Þrjátíu og sex hið minnsta fórust og fjöldi slasaðist þegar tvær ferjur lentu í árekstri við strendur Hong Kong í gærkvöld. Leki kom upp í minni ferjunni eftir áreksturinn og sökk hún fljótlega eftir slysið.

Bifhjólamaður féll í götuna

Ekið var á lamb á veginum um Svalbarðsströnd við Eyjafjörð í gærkvöldi og drapst það samstundis. Ökumanni tókst á halda bílnum á veginum þrátt fyrir mikið högg.

Áskilur sér rétt til að skipta um skoðun síðar

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur hvorki í hyggju að fara í framboð fyrir næstu alþingiskosningar né taka þátt í formannsslag Samfylkingarinnar, segja heimildir Fréttablaðsins.

Páfagaukur býður í afmælið sitt

Páfagaukurinn Olli, eða Ollie Kinchin eins og hann heitir fullu nafni, heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í miðasölu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á opnunartíma og gerir það sem honum finnst skemmtilegast; hitta fólk, segja „halló“ og bjóða því upp á hnetur.

Fangi skráði örnefni í landi Sogns í Ölfusi

„Ég á tvö sumur hérna eftir enn þá. Ég get komið ýmsu í verk á þeim tíma,“ segir Ágúst Dalkvist fangi, sem í sumar skráði og hnitsetti örnefni á landareign fangelsisins á Sogni. „Þetta er ekki dýr framkvæmd en er mjög flott verk hjá honum,“ segir Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri, sem hefur nú sent bæjaryfirvöldum í Hveragerði, Ölfusi og Árborg bréf og boðið fram þjónustu fanga við örnefnaskráningu á svæðinu.

Hvetja verktaka til að klára verk

Verkefnisstjóri við byggingu hjúkrunarheimilis í Sjálandshverfi í Garðabæ segir í greinargerð til bæjarstjórnar að framkvæmdir á vegum Hamarsfells ehf. við innanhúsfrágang gangi seint og séu átta til níu vikum á eftir áætlun. Verktakanum hafi því verið send orðsending þar sem hann er hvattur til að „grípa til árangursríkra ráðstafana til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt verksamningi um að skila verkinu á umsömdum tíma,“

Landsbjörg æfir með erlendum

Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þessa dagana þátt í áhafnaskiptum með sjö evrópskum sjóbjörgunarfélögum. Verkefnið gengur út á það að frá Íslandi fara sjö sjálfboðaliðar sem eru í áhöfnum björgunarskipa eða báta til nokkurra Evrópulanda og á móti koma sjálfboðaliðar frá sömu löndum.

Segir SÞ styðja hryðjuverkalið

Walid al Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, segir að enginn friður geti orðið í Sýrlandi fyrr en nágrannalöndin hætti að styðja hryðjuverkamenn.

Gaman að matreiða dílamjóra

„Við vorum svo heppin að fá slatta af dílamjóra á fiskmarkaðnum,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum við Grandagarð 9. Þar er um þessar mundir boðið upp á þessa óvenjulegu fisktegund.

Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa

„Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“

Speglaveggur á MR fer aftur í leyfisferli

Leyfi skipulagsyfirvalda í Reykjavík vegna endurbyggingar á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18 var nýlega fellt úr gildi. Umrædd bygging er hluti af húsnæði Menntaskólans í Reykjavík.

Ríkið styðji byltingu í tækjamálum skóla

Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnubreytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla. Íhuga mætti að færa hefðbundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Þannig sparist fjármunir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumforsendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi.

386 milljóna tap á hálfu ári

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar var neikvæð um 386 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 153 milljóna króna halla. Niðurstaðan á fyrri helmingi ársins er þó betri en á sama tímabili í fyrra þegar hallinn var 1.162 milljónir. Lakari niðurstaða er að stærstum hluta rakin til fjármagnsliða. Nettó fjármagnsgjöld voru 1.820 milljónir króna, en gert var ráð fyrir 1.275 milljónum. Í greinargerð segir að frávikið megi einkum skýra með verðbólguskoti sem varð í upphafi ársins.

Segja stuðningsmenn Assange ábyrga fyrir tölvuárásum

Fjöldi tölvuárása var gerður á sænska fjölmiðla og aðrar sænskar stofnanir í dag. Talið er að þar hafi verið að verki stuðningsmenn Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Assange er, sem kunnugt er, sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum þar í landi.

Þjófóttar mæðgur með allt of vægan dóm

Dómur yfir þjófóttum mæðgum sem voru dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag er allt of vægur að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Mæðgurnar voru dæmdar fyrir ítrekaðan þjófnað og verðmæti varanna sem þær stálu hljóp á milljónum.

Sjá næstu 50 fréttir