Innlent

Lögreglan lýsir eftir Emil Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir Emil Arnari Reynissyni 23 ára. Síðast er vitað um ferðir Emils í austurhluta Reykjavíkur á mánudaginn var. Hann er um 185 cm á hæð og nokkuð þéttvaxinn, ljóshærður og bláeygður. Emil var klæddur í ljósbleika skyrtu og bláar gallabuxur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um verustað hans er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×