Erlent

Bítlar gæða sér á fiski og frönskum í nýju myndbandi

Úr myndskeiðinu.
Úr myndskeiðinu.
Áður óséð myndskeið af Bítlunum hefur nú komið í leitirnar. Myndbandið er frá árinu nítjánhundruð sextíu og sjö en í því má sjá Bítlana gæða sér á fiski og frönskum þegar félagarnir tóku sér pásu frá tökum á kvikmyndinni Magical Mystery Tour.

Myndskeiðið var tekið á veitingastað í Taunton í Somerset í Bretlandi. Um þetta leiti voru Bítlarnir á hátindi ferils síns en þeir höfðu nýlega gefið út meistaraverkið Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band og voru í óðaönn að leggja lokahönd á hljómplötuna Magical Mystery Tour sem og samnefnda kvikmynd.

Það var síðan á öðrum degi jóla sem breska ríkisútvarpið frumsýndi kvikmyndina. Það má segja að Bítlarnir hafi tekið sitt fyrsta feilspor með kvikmyndinni enda þótti hún afar ruglingsleg. Einn gagnrýnandi var ómyrkur í máli og kallaði myndina beinlínis rusll.

En nú styttist í að kvikmyndin birtist á ný á sjónvarpsskjám Breta, eftir þrjátíu og þriggja ára bið, því BBC mun sýna myndina á ný á laugardaginn. Einnig verður frumsýnd heimildarmynd um Magical Mystery Tour en það voru einmitt framleiðendur hennar sem uppgötvuðu myndbandið.

Hægt er að sjá myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×