Innlent

Færri óku bíl í síðasta mánuði

Umferð jókst í Reykjavík í júlí á sama tíma og dró úr henni á hringveginum.
Fréttablaðið/Valli
Umferð jókst í Reykjavík í júlí á sama tíma og dró úr henni á hringveginum. Fréttablaðið/Valli
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu dróst lítillega saman í september miðað við sama tíma í fyrra, eða um 0,9 prósent. Þó hefur umferðin aukist frá áramótum innan svæðisins, eða um 1,1 prósent. Mest jókst hún í júlí, um 7,7 prósent, er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Það gæti bent til þess að höfuðborgarbúar hafi farið minna út á land þetta sumarið, enda dróst umferðin um hringveginn saman um 2,5 prósent þann mánuð.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×