Erlent

Fyrstu kappræðurnar í kvöld

Frá prufu fyrir kappræðurnar í gær.
Frá prufu fyrir kappræðurnar í gær. mynd/AFP
Fyrstu kappræðurnar af þremur milli Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, fara fram í Denver í kvöld.

Áætlað er að um fimmtíu milljón Bandaríkjamenn muni fylgjast með kappræðunum. Í kvöld munu frambjóðendurnir ræða innanríkismál og stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum.

Innanhúsmenn í báðum framboðum er bjartsýnir. Tæpar fimm vikur eru nú til kosninganna en Obama hefur forskot samkvæmt skoðanakönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×