Innlent

Tekist á um Umferðarmiðstöð

Tekist var á um tillögu um kaup borgarinnar á Umferðarmiðstöðinni, í því skyni að flytja þangað aðal skiptistöð Strætó, á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Kjartan Magnússon fulltrúi Sjálfstæðsiflokks benti á að ekkert faglegt mat hefði verið lagt á hvort BSÍ sé ákjósanlegasti staðurinn fyrir skiptistöð.

Með því að hafa hana svona vestarlega í borginni yrði erfiðara en ella að bæta þjónustu við austurhverfi borgarinnar.

Þá rifjaði Kjartan upp minnisblað frá Strætó frá því í febrúar, þar sem fram komu miklar efasemdir um að BSÍ væri heppilegasti staðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×