Erlent

Mikil spenna fyrir kvöldið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama og Romney munu etja kappi í kvöld.
Obama og Romney munu etja kappi í kvöld. mynd/ afp.
Það er óhætt að segja að spenna ríki fyrir fyrstu kappræðum forsetaframbjóðandanna í bandarísku forsetakosningunum, en kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt.

Kappræðufundurinn er haldinn í Denver og segir The Wall Street Journal að fyrstu kappræðurnar muni að mestu leyti snúast um efnahagsmál. Bæði Mitt Romney og Barack Obama muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að færa rök fyrir því að þeir séu réttu mennirnir til þess að stýra efnahag landsins út úr þeim ólgusjó sem hann er núna í.

Wall Street Journal segir að frambjóðendurnir hafi undirbúið sig gríðarlega mikið fyrir kappræðurnar. Forsetinn hafi verið í Nevada að undirbúa sig í nokkra daga ásamt aðstoðarmönnum.

Romney hefur hins vegar verið í Denver frá því á mánudag þar sem hann hefur varið mestum tíma í að undirbúa kappræðurnar með sínum aðstoðarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×